Innlent

Laufey eftirmaður og forveri Eydísar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Laufey Rún Ketilsdóttir og Eydís Arna Líndal feta í fótspor hvor annarrar.
Laufey Rún Ketilsdóttir og Eydís Arna Líndal feta í fótspor hvor annarrar. Vísir
Laufey Rún Ketilsdóttir hefur verið ráðin starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún tekur við starfinu af Eydísi Örnu Líndal, en hún var skipuð aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, í lok september. Laufey Rún hefur sjálf aðstoðað dómsmálaráðherra, í ráðherratíð Sigríðar Á. Andersen.Í tilkynningu um ráðninguna er ferill Laufeyjar rakinn. Þar segir að hún sé lögfræðingur að mennt, með BA-gráðu frá Háskóla Íslands og MA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Áður hafi hún lokið stúdentprófi frá hagfræðibraut Verzlunarskóla Íslands.Áður en hún tók við starfi aðstoðarmanns dómsmálaráðherra, sem hún sinnti á árunum 2017 til 2019, starfaði Laufey hjá Morgunblaðinu, Juris lögmannsstofu, Gjaldskilum innheimtuþjónustu og regluvörslu Arion banka.Laufey hefur jafnframt gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þannig var hún formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna árin 2015-2017, framkvæmdastjóri SUS árið 2015 og sat í stjórn sambandsins frá 2010. Laufey Rún hefur einnig setið í stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.