Íslenski boltinn

Þórdís Hrönn til KR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórdís Hrönn í leik með Stjörnunni.
Þórdís Hrönn í leik með Stjörnunni. vísir/eyþór

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við KR. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Fyrr í dag var Ana Victoria Cate kynnt sem leikmaður KR. Vesturbæjarliðið hefur einnig samið við Láru Kristínu Pedersen og ljóst er að stefnan er sett hátt þar á bæ.

Á síðasta tímabili lék Þórdís sem lánsmaður með Þór/KA í Pepsi Max-deild kvenna. Hún lék 13 leiki með liðinu og skoraði tvö mörk. Fyrri hluta tímabils lék Þórdís með Kristianstad í Svíþjóð.

Þórdís hóf ferilinn með Breiðabliki og varð bikarmeistari með liðinu 2013. Á árunum 2014 og 2015 lék hún með Älta í sænsku B-deildinni. Þórdís sneri aftur heim 2016 og lék með Stjörnunni í þrjú tímabil. Hún varð Íslandsmeistari með Garðabæjarliðinu 2016.

Þórdís hefur leikið tvo A-landsleiki og fjölda leikja fyrir yngri landsliðin.

KR endaði í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili og komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Selfossi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.