Íslenski boltinn

KR heldur áfram að safna liði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ana Victoria í leik með Stjörnunni.
Ana Victoria í leik með Stjörnunni. vísir/anton
Ana Victoria Cate hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild KR. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Ana kemur til KR frá HK/Víkingi. Hún hefur leikið hér á landi síðan 2014.

Ana var eitt tímabil í herbúðum FH og lék svo með Stjörnunni í fjögur ár. Þar varð hún einu sinni Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari.

Alls hefur Ana leikið 67 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 16 mörk.

KR, sem endaði í 7. sæti Pepsi Max-deild kvenna og komst í bikarúrslit á síðasta tímabili, ætlar sér greinilega stóra hluti á næsta ári. Auk Önu hefur Lára Kristín Pedersen samið við félagið.

Ana, sem er 28 ára, hefur leikið tíu landsleiki fyrir Níkaragva.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.