Íslenski boltinn

KR heldur áfram að safna liði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ana Victoria í leik með Stjörnunni.
Ana Victoria í leik með Stjörnunni. vísir/anton

Ana Victoria Cate hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild KR. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Ana kemur til KR frá HK/Víkingi. Hún hefur leikið hér á landi síðan 2014.

Ana var eitt tímabil í herbúðum FH og lék svo með Stjörnunni í fjögur ár. Þar varð hún einu sinni Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari.

Alls hefur Ana leikið 67 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 16 mörk.

KR, sem endaði í 7. sæti Pepsi Max-deild kvenna og komst í bikarúrslit á síðasta tímabili, ætlar sér greinilega stóra hluti á næsta ári. Auk Önu hefur Lára Kristín Pedersen samið við félagið.

Ana, sem er 28 ára, hefur leikið tíu landsleiki fyrir Níkaragva.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.