Erlent

Fólkið sem fannst í gámnum sagt vera frá Kína

Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa
AP/Alastair Grant
Allir þeir 39 sem fundust látnir í gámi flutningabíls í Englandi í gær voru kínverskir ríkisborgarar. Þetta hefur fréttastofa Sky eftir heimildarmönnum sínum. Lögreglan á Englandi yfirheyrir enn vörubílstjóra sem var handtekinn í gær eftir að þrjátíu og níu lík fundust í bíl hans en bílnum hafði nýlega verið ekið til Englands frá Búlgaríu.



Um er að ræða konur, menn og minnst einn táning og lögreglan segir að líklegast muni taka langan tíma að bera kennsl á þau. Málið þykir svipa til annars frá árinu 2000 þegar lík 58 Kínverja fundust í gámi í Dover í Bretlandi.

Svo virðist sem um ólöglega innflytjendur hafi verið að ræða og nú er verið að reyna að kortleggja ferðalag bílsins. Hann kom til að mynda til Englands með ferju frá Belgíu en óljóst er hve lengi bíllinn var í Belgíu og hvar fólkið fór um borð í hann.

Málið er einnig rannsakað í Belgíu en bílstjórinn, tuttugu og fimm ára gamall Norður Íri sem heitir Mo Robinson er í haldi grunaður um morð og tvær húsleitir hafa verið framkvæmdar á Norður Írlandi vegna málsins en talið er að skipulögð glæpasamtök hafi staðið að innflutningi fólksins.

BBC ræddi við bæjarfulltrúa í Laurelvale í Norður-Írlandi. Robinson ólst þar upp og bæjarfulltrúinn segir íbúa vera miður sín. Þeir vonist til þess að Robinson hafi flækst í málið fyrir slysni. Þá segist hann hafa rætt við föður Robinson, sem komst að því á samfélagsmiðlum að sonur sinn hafi verið handtekinn vegna málsins.


Tengdar fréttir

Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur

Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×