Íslenski boltinn

Sigur ÍA sá stærsti í sögu Unglingadeildar UEFA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Annar flokkur ÍA hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö ár.
Annar flokkur ÍA hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö ár. mynd/ía

ÍA tryggði sér sæti í 2. umferð Unglingadeildar UEFA með stórsigri á Levadia Tallin, 1-12, í Eistlandi í gær. Skagamenn unnu fyrri leikinn á Akranesi, 4-0, og einvígið, 16-1 samanlagt.

ÍA er fyrsta íslenska liðið sem kemst áfram í Unglingadeild UEFA. Í 2. umferðinni mæta Skagastrákarnir Derby County frá Englandi.

ÍA braut ekki bara blað í íslenskri knattspyrnusögu í gær heldur var sigurinn sögulegur. Þetta var nefnilega stærsti sigur liðs í sögu Unglingadeildar UEFA sem var sett á laggirnar 2013.


Borussia Dortmund og Benfica áttu metið en þau unnu bæði tíu marka sigra. ÍA er jafnframt fyrsta liðið í sögu Unglingadeildar UEFA sem skorar tólf mörk í einum og sama leiknum. Þá hefur ekkert lið unnið jafn stóran sigur samanlagt í einvígi og ÍA gegn Levadia Tallin.

ÍA hefur orðið Íslandsmeistari í 2. flokki undanfarin tvö ár. Í sumar töpuðu Skagamenn ekki leik í A-deild 2. flokks. Þeir komust einnig í úrslit bikarkeppninnar þar sem þeir töpuðu fyrir Blikum í framlengingu, 3-4.

Fyrri leikur ÍA og Derby fer fram á Akranesi 6. nóvember. Seinni leikurinn verður á Englandi 27. nóvember.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.