Eyþór Aron skoraði fernu í risasigri Skagamanna í Unglingadeild UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2019 16:20 Eyþór Aron Wöhler er hér til hægri með Sigurði Þór Sigursteinssyni, framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA. Mynd/Heimasíða ÍA Skagamenn komust örugglega áfram í sextán liða úrslit Unglingadeild UEFA með 12-1 stórsigri á útivelli á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Hetja dagsins var hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler sem var með tvær þrennur í leiknum. Skagamenn voru í fínum málum eftir fyrri leikinn upp á Skaga og unnu að lokum 16-1 samanlagt. Þessi 12-1 sigur er örugglega stærsti sigur íslensks knattspyrnuliðs í Evrópukeppni og hann var að vinnast á útivelli. Skagamenn hafa unnið 2. flokkinn undanfarin tvö sumur og þarna eru gríðarlega spennandi knattspyrnumenn að koma upp. Skagamenn mæta Derby County frá Englandi í næstu umferð en Derby vann öruggan sigur á Minsk frá Hvíta-Rússlandi í tveimur leikjum, samtals 9-2. Fyrri leikurinn upp á Akranesi fór 4-0 og þá var ÍA-liðið komið í 6-0 í hálfleik í seinni leiknum í dag. Eistarnir náðu að minnka muninn þegar Skagamenn voru búnir að skora ellefu mörk. Hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler fór á kostum og skoraði fernu í leiknum en hann var á yngsta ári í 2. flokknum í sumar. Öll fjögur mörkin hans komu á fyrstu 32 mínútum leiksins. Eyþór Aron átti einnig þrjár stoðsendingar á félaga sína samkvæmt beinni textalýsingu ÍATV sem þýðir að Eyþór kom að átta mörkum í þessum leik. Gísli Laxdal Unnarsson var líka á skotskónum og skoraði tvö mörk en hin mörk Skagamanna skoruðu þeir Sigurður Hrannar Þorsteinsson (úr víti), Elís Dofri G Gylfason, Aron Snær Ingason, Brynjar Snær Pálsson og varamaðurinn Aron Snær Guðjónsson, sem skoraði tvívegis á lokamínútunum. Mörk Skagamanna í fyrri leiknum skoruðu þeir Sigurður Hrannar Þorsteinsson (tvö mörk), Brynjar Snær Pálsson og Marteinn Theodórsson.Hér má nálgast tölfræði UEFA úr þessum ótrúlega leik.2. flokkur ÍA.Mynd/Heimasíða ÍA Fótbolti Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Skagamenn komust örugglega áfram í sextán liða úrslit Unglingadeild UEFA með 12-1 stórsigri á útivelli á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Hetja dagsins var hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler sem var með tvær þrennur í leiknum. Skagamenn voru í fínum málum eftir fyrri leikinn upp á Skaga og unnu að lokum 16-1 samanlagt. Þessi 12-1 sigur er örugglega stærsti sigur íslensks knattspyrnuliðs í Evrópukeppni og hann var að vinnast á útivelli. Skagamenn hafa unnið 2. flokkinn undanfarin tvö sumur og þarna eru gríðarlega spennandi knattspyrnumenn að koma upp. Skagamenn mæta Derby County frá Englandi í næstu umferð en Derby vann öruggan sigur á Minsk frá Hvíta-Rússlandi í tveimur leikjum, samtals 9-2. Fyrri leikurinn upp á Akranesi fór 4-0 og þá var ÍA-liðið komið í 6-0 í hálfleik í seinni leiknum í dag. Eistarnir náðu að minnka muninn þegar Skagamenn voru búnir að skora ellefu mörk. Hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler fór á kostum og skoraði fernu í leiknum en hann var á yngsta ári í 2. flokknum í sumar. Öll fjögur mörkin hans komu á fyrstu 32 mínútum leiksins. Eyþór Aron átti einnig þrjár stoðsendingar á félaga sína samkvæmt beinni textalýsingu ÍATV sem þýðir að Eyþór kom að átta mörkum í þessum leik. Gísli Laxdal Unnarsson var líka á skotskónum og skoraði tvö mörk en hin mörk Skagamanna skoruðu þeir Sigurður Hrannar Þorsteinsson (úr víti), Elís Dofri G Gylfason, Aron Snær Ingason, Brynjar Snær Pálsson og varamaðurinn Aron Snær Guðjónsson, sem skoraði tvívegis á lokamínútunum. Mörk Skagamanna í fyrri leiknum skoruðu þeir Sigurður Hrannar Þorsteinsson (tvö mörk), Brynjar Snær Pálsson og Marteinn Theodórsson.Hér má nálgast tölfræði UEFA úr þessum ótrúlega leik.2. flokkur ÍA.Mynd/Heimasíða ÍA
Fótbolti Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira