Innlent

Eldur kom upp í starfsmannaaðstöðu við Votmúla

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Frá vettvangi við Votmúla. Eldurinn virðist koma undan húsinu en mikill reykur kom að innan eins og sjá má á myndinni.
Frá vettvangi við Votmúla. Eldurinn virðist koma undan húsinu en mikill reykur kom að innan eins og sjá má á myndinni. Vísir/Aðsend
Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu voru kallaðir út nú á öðrum tímanum eftir að tilkynning barst um eld í litlu húsi nærri Votmúla, sunnan við Selfoss.

Slökkviliðsmenn voru við það að ljúka öðru útkalli í bakaríi á Selfossi þegar tilkynningin barst og gátu því farið beint á staðinn. Þar sem staðsetningin er utan þéttbýlis voru sendir tveir slökkviliðsbílar. Dælubíll og tankbíll.

Í húsinu er starfsmannaaðstaða og virtist eldurinn koma undan gámnum. Húsið var mannslaus þegar eldurinn kom upp og ekki er hætta á útbreiðslu. Þá liggu ekki fyrir hversu miklar skemmdir eru.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á því hvers vegna eldurinn kom upp.

Frá vettvangi. Slökkviliðsmenn vinna að því að ráða niðurlögum eldsins.Vísir/Aðsend
Frá vettvangi.Vísir/Aðsend
Tankbílar Brunavarna Árnessýslu.Vísir/Jóhann K.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×