Innlent

Moskan á Suður­lands­braut sam­þykkt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Félag múslima á Íslandi fékk úthlutað lóðinni við Suðurlandsbraut 76 árið 2013.
Félag múslima á Íslandi fékk úthlutað lóðinni við Suðurlandsbraut 76 árið 2013. Mynd/Félags múslima á Íslandi
Byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar samþykkti á afgreiðslufundi sínum í fyrradag beiðni Félags múslima um að byggja mosku við Suðurlandsbraut.

Í umsókninni er sótt um leyfi til að byggja 677 fermetra bænahús á tveimur hæðum úr forsteyptum einingum við lóð á Suðurlandsbraut 76. Gert er ráð fyrir að fyrsta hæð verði um 598 fermetrar og önnur hæðin 79 fermetrar.

Teikningar af moskunni, fengnar af heimasíðu Félags múslima á Íslandi.Mynd/Félag múslima á Íslandi
Ekki er ljóst hvenær framkvæmdir geta hafist en í frétt RÚV segir að enn eigi eftir að skila inn sérteikningum, greiða tilskilin gjöld og ráða byggingarmeistara. Að því búnu verði gefið út byggingarleyfi og að því fengnu mega framkvæmdir hefjast.

Moskan hefur verið afar lengi í burðarliðnum, eða alveg síðan árið 1999. Meirihlutinn í borginni samþykkti á fundi sínum í september 2013 að veita Félagi múslima á Íslandi lóðina við Suðurlandsbraut án endurgreiðslu. Síðan þá hefur lítil hreyfing orðið á málinu.

Hér að neðan má sjá myndband af fyrirhugaðri mosku, byggðri á teikningum frá Félagi múslima á Íslandi.




Tengdar fréttir

Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima

"Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga.

Afsagaðir svínshausar á moskulóð í Sogamýri

Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri. "Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður," segir formaður félags múslima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×