Afsagaðir svínshausar á moskulóð í Sogamýri Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2013 10:40 Myndir / vilhelm Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Alls voru þrír svínshausar á lóðinni og nokkrir svínaskankar. Félag múslima fékk lóðina við Sogamýri afhenta og samkvæmt deiliskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að moska rísi þar. „Ég er í raun forviða, það hefði nú verið ódýrara hjá þessu fólki að hella einfaldlega brennivíni á lóðina,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður félags Múslima, í samtali við Vísi. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður.“Hér má sjá fésbókarsíðu hóps sem mótmælir byggingar moskunnar á Íslandi en á síðunni segir; „Það er öryggismál, að ekki verði leyfð bygging mosku á Íslandi, þar sem undirbúningur hryðjuverka virðist oft eiga upptök sín innan veggja moskunnar.“Í ágúst síðastliðnum voru sett inn á spjallborð á heimasíðu nýnasista skilaboð þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Um miðjan september sagði Sverrir í samtali við Vísi að hann reiknaði með að fyrsta skóflustungan yrði tekinn í vor. Það fari eftir því hvað komi úr samkeppni um hönnun á húsinu. Þá sagði hann að leitað yrði til einkaaðila eftir fjármögnun. „Við höfum fengið töluvert af loforðum, svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Þetta verður ekki borgað af neinum öfgasamtökunum. Við leitum mest til einstaklinga erlendis frá og svo eigum við rétt á að fá eitthvað úr sameiginlegum sjóðum múslima. Við gerum þetta allt í samvinnu við dómsmálaráðuneytið til að tryggja það að allir peningar sem koma þarna inn séu löglegir og tengist ekki einhverjum hryðjuverkasamtökum," sagði Sverrir í samtali við Vísi í september.Hér má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um byggingu mosku í Sogamýrinni frá því í sumar. Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Alls voru þrír svínshausar á lóðinni og nokkrir svínaskankar. Félag múslima fékk lóðina við Sogamýri afhenta og samkvæmt deiliskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að moska rísi þar. „Ég er í raun forviða, það hefði nú verið ódýrara hjá þessu fólki að hella einfaldlega brennivíni á lóðina,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður félags Múslima, í samtali við Vísi. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður.“Hér má sjá fésbókarsíðu hóps sem mótmælir byggingar moskunnar á Íslandi en á síðunni segir; „Það er öryggismál, að ekki verði leyfð bygging mosku á Íslandi, þar sem undirbúningur hryðjuverka virðist oft eiga upptök sín innan veggja moskunnar.“Í ágúst síðastliðnum voru sett inn á spjallborð á heimasíðu nýnasista skilaboð þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Um miðjan september sagði Sverrir í samtali við Vísi að hann reiknaði með að fyrsta skóflustungan yrði tekinn í vor. Það fari eftir því hvað komi úr samkeppni um hönnun á húsinu. Þá sagði hann að leitað yrði til einkaaðila eftir fjármögnun. „Við höfum fengið töluvert af loforðum, svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Þetta verður ekki borgað af neinum öfgasamtökunum. Við leitum mest til einstaklinga erlendis frá og svo eigum við rétt á að fá eitthvað úr sameiginlegum sjóðum múslima. Við gerum þetta allt í samvinnu við dómsmálaráðuneytið til að tryggja það að allir peningar sem koma þarna inn séu löglegir og tengist ekki einhverjum hryðjuverkasamtökum," sagði Sverrir í samtali við Vísi í september.Hér má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um byggingu mosku í Sogamýrinni frá því í sumar.
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira