Íslenski boltinn

Guðmundur Andri: Kem til baka með mikið sjálfstraust

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Andri í bikarúrslitum gegn FH fyrr í sumar.
Guðmundur Andri í bikarúrslitum gegn FH fyrr í sumar. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Andri Tryggvason, leikmaður IK Start í norsku B-deildinni, er kominn aftur til liðsins eftir að hafa verið á láni hjá Víkingum í Pepsi Max deildinni í sumar og orðið bikarmeistari með liðinu. Guðmundur Andri var í viðtali við heimasíðu Start fyrr í dag.

Hinn 19 ára gamli Guðmundur Andri kom til Start í janúar 2018 frá núverandi Íslandsmeisturum KR. Hann fékk hins vegar ekki nægilega mikið að spila hjá Start og ákvað að stökkva á tilboð Víkings fyrir sumarið og leika undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar.  

„Það var mjög góð ákvörðun að fara til Íslands á láni á þessum tímapunkti,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. 

„Ég kem heim með mun meira sjálfstraust en þegar ég fór frá Noregi í vor. Þá hjálpaði það mér andlega að spila reglulega í efstu deild og nú er ég tilbúinn að berjast fyrir sæti mínu í liðinu.“ 

Jóhannes Harðarson er þjálfari Start og skrifaði hann undir tveggja ára framlengingu á samningu sínum í gær. Guðmundur ber honum vel söguna. 

„Það er þægilegt að vera með íslenskan þjálfara. Við þekkjumst vel og Jóhann hefur hjálpað mér töluvert í gegnum tíðina. Það er gott að vera með þjálfara sem þekkir mann vel.“ 

Sem stendur er Start í 3. sæti norsku B-deildarinnar með 56 stig þegar þrír leikir eru eftir. Liðið er þremur stigum á eftir Sandefjörd í 2. sætinu en Íslendingalið Álasund er nú þegar búið að tryggja sæti sitt í efstu deild. Efstu tvö lið B-deildarinnar fara beint upp í norsku úrvalsdeildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um að komast upp.


Tengdar fréttir

Guðmundur Andri fer aftur til Start í haust

Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í Sportpakkanum í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.