Guðmundur Andri: Kem til baka með mikið sjálfstraust Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. október 2019 22:15 Guðmundur Andri í bikarúrslitum gegn FH fyrr í sumar. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Tryggvason, leikmaður IK Start í norsku B-deildinni, er kominn aftur til liðsins eftir að hafa verið á láni hjá Víkingum í Pepsi Max deildinni í sumar og orðið bikarmeistari með liðinu. Guðmundur Andri var í viðtali við heimasíðu Start fyrr í dag. Hinn 19 ára gamli Guðmundur Andri kom til Start í janúar 2018 frá núverandi Íslandsmeisturum KR. Hann fékk hins vegar ekki nægilega mikið að spila hjá Start og ákvað að stökkva á tilboð Víkings fyrir sumarið og leika undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Það var mjög góð ákvörðun að fara til Íslands á láni á þessum tímapunkti,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. „Ég kem heim með mun meira sjálfstraust en þegar ég fór frá Noregi í vor. Þá hjálpaði það mér andlega að spila reglulega í efstu deild og nú er ég tilbúinn að berjast fyrir sæti mínu í liðinu.“ Jóhannes Harðarson er þjálfari Start og skrifaði hann undir tveggja ára framlengingu á samningu sínum í gær. Guðmundur ber honum vel söguna. „Það er þægilegt að vera með íslenskan þjálfara. Við þekkjumst vel og Jóhann hefur hjálpað mér töluvert í gegnum tíðina. Það er gott að vera með þjálfara sem þekkir mann vel.“ Sem stendur er Start í 3. sæti norsku B-deildarinnar með 56 stig þegar þrír leikir eru eftir. Liðið er þremur stigum á eftir Sandefjörd í 2. sætinu en Íslendingalið Álasund er nú þegar búið að tryggja sæti sitt í efstu deild. Efstu tvö lið B-deildarinnar fara beint upp í norsku úrvalsdeildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um að komast upp.Andri kommer tilbake med cupgull, og bedre selvtillit etter et vellykket opphold hjemme på Island.https://t.co/up8DMD9Zqh — IK Start (@ikstart) October 24, 2019 Norski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur Andri: Veit ekki hvað ég á að segja, ég er orðlaus Guðmundur Andri Tryggvason fór mikinn í liði Víkings í dag og var eðlilega mjög sáttur að leikslokum. 14. september 2019 22:00 Guðmundur Andri fer aftur til Start í haust Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í Sportpakkanum í kvöld. 23. ágúst 2019 19:14 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Guðmundur Andri Tryggvason, leikmaður IK Start í norsku B-deildinni, er kominn aftur til liðsins eftir að hafa verið á láni hjá Víkingum í Pepsi Max deildinni í sumar og orðið bikarmeistari með liðinu. Guðmundur Andri var í viðtali við heimasíðu Start fyrr í dag. Hinn 19 ára gamli Guðmundur Andri kom til Start í janúar 2018 frá núverandi Íslandsmeisturum KR. Hann fékk hins vegar ekki nægilega mikið að spila hjá Start og ákvað að stökkva á tilboð Víkings fyrir sumarið og leika undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Það var mjög góð ákvörðun að fara til Íslands á láni á þessum tímapunkti,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. „Ég kem heim með mun meira sjálfstraust en þegar ég fór frá Noregi í vor. Þá hjálpaði það mér andlega að spila reglulega í efstu deild og nú er ég tilbúinn að berjast fyrir sæti mínu í liðinu.“ Jóhannes Harðarson er þjálfari Start og skrifaði hann undir tveggja ára framlengingu á samningu sínum í gær. Guðmundur ber honum vel söguna. „Það er þægilegt að vera með íslenskan þjálfara. Við þekkjumst vel og Jóhann hefur hjálpað mér töluvert í gegnum tíðina. Það er gott að vera með þjálfara sem þekkir mann vel.“ Sem stendur er Start í 3. sæti norsku B-deildarinnar með 56 stig þegar þrír leikir eru eftir. Liðið er þremur stigum á eftir Sandefjörd í 2. sætinu en Íslendingalið Álasund er nú þegar búið að tryggja sæti sitt í efstu deild. Efstu tvö lið B-deildarinnar fara beint upp í norsku úrvalsdeildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um að komast upp.Andri kommer tilbake med cupgull, og bedre selvtillit etter et vellykket opphold hjemme på Island.https://t.co/up8DMD9Zqh — IK Start (@ikstart) October 24, 2019
Norski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur Andri: Veit ekki hvað ég á að segja, ég er orðlaus Guðmundur Andri Tryggvason fór mikinn í liði Víkings í dag og var eðlilega mjög sáttur að leikslokum. 14. september 2019 22:00 Guðmundur Andri fer aftur til Start í haust Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í Sportpakkanum í kvöld. 23. ágúst 2019 19:14 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Guðmundur Andri: Veit ekki hvað ég á að segja, ég er orðlaus Guðmundur Andri Tryggvason fór mikinn í liði Víkings í dag og var eðlilega mjög sáttur að leikslokum. 14. september 2019 22:00
Guðmundur Andri fer aftur til Start í haust Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í Sportpakkanum í kvöld. 23. ágúst 2019 19:14