Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2019 23:30 Donald Trump er gjarnan að finna á blaðsíðum New York Times og Washington Post. Vísir/Getty Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að um sparnaðarráð að ræða. Trump hefur í gegnum forsetatíð sína gagnrýnt blöðin tvö harðlega og gjarnan sakað þau um að framleiða falsfréttir sem miði að því að koma höggi á forsetann, þó fátt bendi til annars en að blöðin séu aðeins að veita honum og ríkisstjórn hans eðlilegt aðhald. Í viðtalsþætti á Fox News fyrr í vikunni ýjaði Trump að því að Hvíta húsið myndi segja upp áskrift að blöðunum tveimur. „New York Times, sem er falsfjölmiðill, við viljum það ekki einu sinni inn í Hvíta húsið lengur. Við munum líklega segja upp áskriftinni að því og Washington Post,“ sagði Trump.Í frétt Wall Street Journal segir að unnið sé að því að senda tilmæli til ríkisstofnana um að endurnýja ekki áskriftir að blöðunum.„Það að endurnýja ekki áskriftir allra ríkisstofnana mun verða talsverð sparnaðaraðgerð. Við erum að tala um hundruð þúsund dollara,“ er haft eftir tölvupósti frá Stephanie Grisham til Wall Street Journal.Ekki liggur fyrir hversu margar áskriftir ríkisstofnanir Bandaríkjanna eru með að blöðunum tveimur, né hver kostnaðurinn við þær sé.Þetta yrði þó ekki í fyrsta skipti sem forseti Bandaríkjanna myndi hætta að kaupa áskrift að fjölmiðli vegna þess að honum mislíkaði umfjöllun hans. John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna á árunum 1961-1963 sagði upp áskrift Hvíta hússins að New York Heral dagblaðinu. Áskriftin var þó endurnýjuð nokkru seinna, að því erkemur fram á vef CNN. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að um sparnaðarráð að ræða. Trump hefur í gegnum forsetatíð sína gagnrýnt blöðin tvö harðlega og gjarnan sakað þau um að framleiða falsfréttir sem miði að því að koma höggi á forsetann, þó fátt bendi til annars en að blöðin séu aðeins að veita honum og ríkisstjórn hans eðlilegt aðhald. Í viðtalsþætti á Fox News fyrr í vikunni ýjaði Trump að því að Hvíta húsið myndi segja upp áskrift að blöðunum tveimur. „New York Times, sem er falsfjölmiðill, við viljum það ekki einu sinni inn í Hvíta húsið lengur. Við munum líklega segja upp áskriftinni að því og Washington Post,“ sagði Trump.Í frétt Wall Street Journal segir að unnið sé að því að senda tilmæli til ríkisstofnana um að endurnýja ekki áskriftir að blöðunum.„Það að endurnýja ekki áskriftir allra ríkisstofnana mun verða talsverð sparnaðaraðgerð. Við erum að tala um hundruð þúsund dollara,“ er haft eftir tölvupósti frá Stephanie Grisham til Wall Street Journal.Ekki liggur fyrir hversu margar áskriftir ríkisstofnanir Bandaríkjanna eru með að blöðunum tveimur, né hver kostnaðurinn við þær sé.Þetta yrði þó ekki í fyrsta skipti sem forseti Bandaríkjanna myndi hætta að kaupa áskrift að fjölmiðli vegna þess að honum mislíkaði umfjöllun hans. John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna á árunum 1961-1963 sagði upp áskrift Hvíta hússins að New York Heral dagblaðinu. Áskriftin var þó endurnýjuð nokkru seinna, að því erkemur fram á vef CNN.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira