Enski boltinn

Enn einn varnarmaður City meiddur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zinchenko hefur leikið sjö af níu leikjum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Zinchenko hefur leikið sjö af níu leikjum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/getty
Meiðsladraugurinn heldur áfram að ásækja varnarmenn Manchester City.

Úkraínski vinstri bakvörðurinn Oleksandr Zinchenko var sá síðasti til að meiðast. Hann gekkst undir aðgerð á hné í Barcelona í vikunni.

Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðslin eru en Zinchenko verður væntanlega frá keppni næstu vikurnar.

Franski miðvörðurinn Aymeric Laporte spilar ekki aftur fyrr en á næsta ári og óvíst er hvort spænski miðjumaðurinn Rodri, sem hefur leyst af í vörninni í síðustu leikjum City, verði með gegn Aston Villa á morgun.

Miðverðirnir John Stones og Nicolás Otamendi hafa einnig glímt við meiðsli á þessu tímabili sem og vinstri bakvörðurinn Benjamin Mendy.

City er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir níu umferðir. Með sigri á Villa á morgun minnka meistararnir forskot toppliðs Liverpool niður í þrjú stig.


Tengdar fréttir

„Ég sekta bara fyrir heimskulega hluti“

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að hann muni ekki refsa hinum unga Phil Foden eftir að hann fékk rautt spjald í 5-1 sigri Man. City á Atalanta í Meistaradeildinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×