Arnold Schwarzenegger spáir fyrir úrslitum helgarinnar í enska boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2019 10:00 Arnold Schwarzenegger. Getty/VCG/VCG Mark Lawrenson fékk sjálfan Terminator til að spá fyrir um úrslit leikja helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Arnold Schwarzenegger er spámaður vikunnar hjá Mark Lawrenson en vikulega fær fyrrum Liverpool-maðurinn þekktan einstakling til að reyna fyrir sér í spákeppni við sig á heimasíðu breska ríkisútvarpsins. Arnold Schwarzenegger er á fullu að kynna nýju Terminator-myndina sína og var tilbúinn að vera með að þessu sinni. Schwarzenegger notar þekkt orðatiltæki úr Terminator-myndunum þegar kemur að því að tjá sig um Liverpool og hvernig liðið mun koma til baka eftir jafnteflið á móti Manchester United á Old Trafford.Will Spurs terminate Liverpool's unbeaten start? Lawro takes on Arnold Schwarzenegger in this week's predicitons.https://t.co/aDPysgwQp1pic.twitter.com/pko8iYqpbV — BBC Sport (@BBCSport) October 24, 2019 „Ég er hrifinn af Liverpool. Það gengur ekki alltaf vel hjá þeim en nú er meðbyrinn með þeim. Stundum, og ég veit ekki af hverju, þá tapa þeir stundum klaufalega en koma síðan til baka. Þegar þeir segja að þeir séu komnir aftur, þá eru þeir komnir aftur,“ sagði Arnold Schwarzenegger. Arnold Schwarzenegger spáir Liverpool 2-1 sigri á Tottenham en hann hefur líka trú á Manchester United sem hann spáir 3-0 útisigri á móti Norwich. City vinnur líka 3-0 sigur á Aston Villa rætist spá Arnolds sem spáir Arsenal 2-1 sigri á Crystal Palace og Chelsea 1-0 útisigri á móti Burnley. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton ná hins vegar bara 2-2 jafntefli á útivelli á móti Brighton hafi Schwarzenegger rétt fyrir sér. Mark Lawrenson býst hins vegar við því að Liverpool tapi stigum á heimavelli í 1-1 jafntefli á móti Tottenham og að Manchester City minnki forskotið í fjögur stig með 3-1 sigri á Aston Villa. Mark Lawrenson spáir því aftur á móti að Manchester United nái bara jafntefli á móti Norwich. Það má sjá alla spána þeirra með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Mark Lawrenson fékk sjálfan Terminator til að spá fyrir um úrslit leikja helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Arnold Schwarzenegger er spámaður vikunnar hjá Mark Lawrenson en vikulega fær fyrrum Liverpool-maðurinn þekktan einstakling til að reyna fyrir sér í spákeppni við sig á heimasíðu breska ríkisútvarpsins. Arnold Schwarzenegger er á fullu að kynna nýju Terminator-myndina sína og var tilbúinn að vera með að þessu sinni. Schwarzenegger notar þekkt orðatiltæki úr Terminator-myndunum þegar kemur að því að tjá sig um Liverpool og hvernig liðið mun koma til baka eftir jafnteflið á móti Manchester United á Old Trafford.Will Spurs terminate Liverpool's unbeaten start? Lawro takes on Arnold Schwarzenegger in this week's predicitons.https://t.co/aDPysgwQp1pic.twitter.com/pko8iYqpbV — BBC Sport (@BBCSport) October 24, 2019 „Ég er hrifinn af Liverpool. Það gengur ekki alltaf vel hjá þeim en nú er meðbyrinn með þeim. Stundum, og ég veit ekki af hverju, þá tapa þeir stundum klaufalega en koma síðan til baka. Þegar þeir segja að þeir séu komnir aftur, þá eru þeir komnir aftur,“ sagði Arnold Schwarzenegger. Arnold Schwarzenegger spáir Liverpool 2-1 sigri á Tottenham en hann hefur líka trú á Manchester United sem hann spáir 3-0 útisigri á móti Norwich. City vinnur líka 3-0 sigur á Aston Villa rætist spá Arnolds sem spáir Arsenal 2-1 sigri á Crystal Palace og Chelsea 1-0 útisigri á móti Burnley. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton ná hins vegar bara 2-2 jafntefli á útivelli á móti Brighton hafi Schwarzenegger rétt fyrir sér. Mark Lawrenson býst hins vegar við því að Liverpool tapi stigum á heimavelli í 1-1 jafntefli á móti Tottenham og að Manchester City minnki forskotið í fjögur stig með 3-1 sigri á Aston Villa. Mark Lawrenson spáir því aftur á móti að Manchester United nái bara jafntefli á móti Norwich. Það má sjá alla spána þeirra með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira