Erlent

Borgarstjóri sem Duterte benti á myrtur

Kjartan Kjartansson skrifar
Duterte birti lista fyrr á þessu ári yfir þá sem hann kallaði fíkniefnastjórnmálamenn. Navarro var á þeim lista.
Duterte birti lista fyrr á þessu ári yfir þá sem hann kallaði fíkniefnastjórnmálamenn. Navarro var á þeim lista. AP/Bullit Marquez

Óþekktir byssumenn skutu borgarstjóra sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja sakaði um að vera tengdur fíkniefnasmygli til bana í dag. Lögreglumenn voru að flytja borgarstjórann á milli staða þegar morðingjarnir veittu þeim fyrirsát og skutu hann.

Reuters-fréttastofan segir að David Navarro, borgarstjóri á eyjunni Mindanao, hafi verið handtekinn í gær, sakaður um að ráðast á nuddara í bænum Cebu. Verið var að flytja hann á skrifstofu saksóknara í borginni þegar hann var skotinn til bana.

Duterte forseti setti nafn Navarro á lista um stjórnmálamenn sem hann sakaði um tengsl við fíkniefnaglæpi og birtur var opinberlega fyrir þingkosningar í maí.

Þúsundir manna hafa verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum, fjöldi þeirra utan dóms og laga. Lögreglan segist sjálf hafa drepið 6.700 „fíkniefnasala“ í skotbardögum á þeim þremur árum sem liðin eru frá kjöri Duterte.

Mannréttindasamtök og vestræn ríki hafa fordæmt mannréttindabrot í fíkniefnastríði Duterte. Filippseysk stjórnvöld brugðust hart við því þegar ályktun sem Ísland lagði fram í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um að staða mannréttinda á Filippseyjum yrði rannsökuð var samþykkt í sumar.


Tengdar fréttir

Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.