Slökkvilið og bæjarstarfsmenn lögðu fráveitukerfinu á Siglufirði lið í miklu vatnsveðri Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2019 06:09 Frá Siglufirði í gær. Sigurður Ægisson Mikið vatn flæddi um götur Siglufjarðar í gærkvöldi eftir úrhellisrigningu, í hvassri norðanátt, frá miðjum degi og fram á kvöld. Svo mikið var vatnið að það flæddi upp um niðurföll og brunna á nokkrum stöðum í bænum. Sigurður Ægisson, íbúi á Siglufirði, sagðist í samtali við fréttastofu í gærkvöldi, aldrei áður hafa séð vatn komu upp um vatnsbrunna í bænum en hann birtir myndir af ástandinu á vefnum siglfirðingur.is. Að sögn Sigurðar var ástandið verst á Eyrinni, eða á mörkum Túngötu og Þormóðsgötu, en einnig á Eyrarflöt og Langeyrarvegi.Svo mikið var vatnið á Siglufirði að það flæddi upp um niðurföll og brunna á nokkrum stöðum í bænum.Sigurður ÆgissonSlökkvilið Fjallabyggðar var kallað út snemma í gærkvöldi vegna vatnsveðursins og vann slökkviliðsstjóri liðsins, Ámundi Gunnarsson, við annan mann, að því létta á fráveitukerfinu með því að nota dælur slökkviliðsins til þess að koma vatni frá bænum. Fréttastofa náði tali af Ámunda þegar slökkvilið hafði lokið vinnu sinni í gær. Hann sagði úrkomuna að baki og að ástandið í bænum væri skárra. Auk slökkviliðs hafi björgunarsveitin á staðnum, með sex til átta menn, sinnt útköllum. Ámundi sagði að mögulega hefði flætt inn í tvö til þrjú hús og að vatnið hafi bæði komið upp um niðurföll og í gegnum veggi. Bæjarbúar í Fjallabyggð undrast að flóð sem þessi séu nær árlegur viðburður sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélagið fór í miklar framkvæmdir til þess að efla fráveitukerfið. Þær framkvæmdir hafa ekki komið í veg fyrir að enn flæðir inn á lægsta punkt Siglufjarðar. Fjallabyggð Slökkvilið Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Mikið vatn flæddi um götur Siglufjarðar í gærkvöldi eftir úrhellisrigningu, í hvassri norðanátt, frá miðjum degi og fram á kvöld. Svo mikið var vatnið að það flæddi upp um niðurföll og brunna á nokkrum stöðum í bænum. Sigurður Ægisson, íbúi á Siglufirði, sagðist í samtali við fréttastofu í gærkvöldi, aldrei áður hafa séð vatn komu upp um vatnsbrunna í bænum en hann birtir myndir af ástandinu á vefnum siglfirðingur.is. Að sögn Sigurðar var ástandið verst á Eyrinni, eða á mörkum Túngötu og Þormóðsgötu, en einnig á Eyrarflöt og Langeyrarvegi.Svo mikið var vatnið á Siglufirði að það flæddi upp um niðurföll og brunna á nokkrum stöðum í bænum.Sigurður ÆgissonSlökkvilið Fjallabyggðar var kallað út snemma í gærkvöldi vegna vatnsveðursins og vann slökkviliðsstjóri liðsins, Ámundi Gunnarsson, við annan mann, að því létta á fráveitukerfinu með því að nota dælur slökkviliðsins til þess að koma vatni frá bænum. Fréttastofa náði tali af Ámunda þegar slökkvilið hafði lokið vinnu sinni í gær. Hann sagði úrkomuna að baki og að ástandið í bænum væri skárra. Auk slökkviliðs hafi björgunarsveitin á staðnum, með sex til átta menn, sinnt útköllum. Ámundi sagði að mögulega hefði flætt inn í tvö til þrjú hús og að vatnið hafi bæði komið upp um niðurföll og í gegnum veggi. Bæjarbúar í Fjallabyggð undrast að flóð sem þessi séu nær árlegur viðburður sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélagið fór í miklar framkvæmdir til þess að efla fráveitukerfið. Þær framkvæmdir hafa ekki komið í veg fyrir að enn flæðir inn á lægsta punkt Siglufjarðar.
Fjallabyggð Slökkvilið Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira