Slökkvilið og bæjarstarfsmenn lögðu fráveitukerfinu á Siglufirði lið í miklu vatnsveðri Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2019 06:09 Frá Siglufirði í gær. Sigurður Ægisson Mikið vatn flæddi um götur Siglufjarðar í gærkvöldi eftir úrhellisrigningu, í hvassri norðanátt, frá miðjum degi og fram á kvöld. Svo mikið var vatnið að það flæddi upp um niðurföll og brunna á nokkrum stöðum í bænum. Sigurður Ægisson, íbúi á Siglufirði, sagðist í samtali við fréttastofu í gærkvöldi, aldrei áður hafa séð vatn komu upp um vatnsbrunna í bænum en hann birtir myndir af ástandinu á vefnum siglfirðingur.is. Að sögn Sigurðar var ástandið verst á Eyrinni, eða á mörkum Túngötu og Þormóðsgötu, en einnig á Eyrarflöt og Langeyrarvegi.Svo mikið var vatnið á Siglufirði að það flæddi upp um niðurföll og brunna á nokkrum stöðum í bænum.Sigurður ÆgissonSlökkvilið Fjallabyggðar var kallað út snemma í gærkvöldi vegna vatnsveðursins og vann slökkviliðsstjóri liðsins, Ámundi Gunnarsson, við annan mann, að því létta á fráveitukerfinu með því að nota dælur slökkviliðsins til þess að koma vatni frá bænum. Fréttastofa náði tali af Ámunda þegar slökkvilið hafði lokið vinnu sinni í gær. Hann sagði úrkomuna að baki og að ástandið í bænum væri skárra. Auk slökkviliðs hafi björgunarsveitin á staðnum, með sex til átta menn, sinnt útköllum. Ámundi sagði að mögulega hefði flætt inn í tvö til þrjú hús og að vatnið hafi bæði komið upp um niðurföll og í gegnum veggi. Bæjarbúar í Fjallabyggð undrast að flóð sem þessi séu nær árlegur viðburður sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélagið fór í miklar framkvæmdir til þess að efla fráveitukerfið. Þær framkvæmdir hafa ekki komið í veg fyrir að enn flæðir inn á lægsta punkt Siglufjarðar. Fjallabyggð Slökkvilið Veður Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Mikið vatn flæddi um götur Siglufjarðar í gærkvöldi eftir úrhellisrigningu, í hvassri norðanátt, frá miðjum degi og fram á kvöld. Svo mikið var vatnið að það flæddi upp um niðurföll og brunna á nokkrum stöðum í bænum. Sigurður Ægisson, íbúi á Siglufirði, sagðist í samtali við fréttastofu í gærkvöldi, aldrei áður hafa séð vatn komu upp um vatnsbrunna í bænum en hann birtir myndir af ástandinu á vefnum siglfirðingur.is. Að sögn Sigurðar var ástandið verst á Eyrinni, eða á mörkum Túngötu og Þormóðsgötu, en einnig á Eyrarflöt og Langeyrarvegi.Svo mikið var vatnið á Siglufirði að það flæddi upp um niðurföll og brunna á nokkrum stöðum í bænum.Sigurður ÆgissonSlökkvilið Fjallabyggðar var kallað út snemma í gærkvöldi vegna vatnsveðursins og vann slökkviliðsstjóri liðsins, Ámundi Gunnarsson, við annan mann, að því létta á fráveitukerfinu með því að nota dælur slökkviliðsins til þess að koma vatni frá bænum. Fréttastofa náði tali af Ámunda þegar slökkvilið hafði lokið vinnu sinni í gær. Hann sagði úrkomuna að baki og að ástandið í bænum væri skárra. Auk slökkviliðs hafi björgunarsveitin á staðnum, með sex til átta menn, sinnt útköllum. Ámundi sagði að mögulega hefði flætt inn í tvö til þrjú hús og að vatnið hafi bæði komið upp um niðurföll og í gegnum veggi. Bæjarbúar í Fjallabyggð undrast að flóð sem þessi séu nær árlegur viðburður sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélagið fór í miklar framkvæmdir til þess að efla fráveitukerfið. Þær framkvæmdir hafa ekki komið í veg fyrir að enn flæðir inn á lægsta punkt Siglufjarðar.
Fjallabyggð Slökkvilið Veður Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira