Íslenski boltinn

Óli Jó hafnaði Fylki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson. vísir/bára
Ólafur Jóhannesson hafnaði því að taka við Fylki í Pepsi Max-deild karla en Fótbolti.net greinir frá.

Ólafur þjálfaði Val frá 2014 til 2018 en á þeim tíma vann hann tvo Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla.

Fylkir ákvað að skipta um þjálfara og ákváðu að framlengja ekki við Helga Sigurðsson eftir leiktíðina en þeir hafa ekki fundið arftaka hans.

Ólafur ákvað að segja nei við tilboði Fylkismanna sem leita því áfram að þjálfara en Ágúst Gylfason og Davíð Snorri Jónasson hafa verið orðaðir við starfið í Árbænum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.