Erlent

For­sætis­ráð­herra Eþíópíu hlýtur friðar­verð­laun Nóbels

Atli Ísleifsson skrifar
Abiy Ahmed Ali.
Abiy Ahmed Ali. Getty
Abiy Ahmed Ali, forsætisráðherra Eþíópíu, hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Hann hlýtur verðlaunin fyrir að stuðla að aukinni alþjóðlegri samvinnu og friði, sér í lagi vegna baráttu sinnar til að binda enda á áralöng átök Eþíópíu og nágrannalandsins Eritreu.

Formaður norsku Nóbelsnefndarinnar greindi frá ákvörðun nefnarinnar í morgun. Hinn 43 ára Ahmed Ali tók við embættinu í ársbyrjun 2018. 

Friðarsamningur milli Eþíópíu og Eritreu var undirritaður á síðasta ári og batt þar með enda á margra ára hernaðarlega pattstöðu á landamærunum ríkjanna frá landamærastríðinu á árunum 1998 og 2000.

Ahmed Ali er sá hundraðasti í röðinni til að hljóta friðarverðlaunin. 219 einstaklingar og 85 samtök voru tilnefnd til verðlaunanna í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×