Erlent

For­sætis­ráð­herra Eþíópíu hlýtur friðar­verð­laun Nóbels

Atli Ísleifsson skrifar
Abiy Ahmed Ali.
Abiy Ahmed Ali. Getty

Abiy Ahmed Ali, forsætisráðherra Eþíópíu, hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Hann hlýtur verðlaunin fyrir að stuðla að aukinni alþjóðlegri samvinnu og friði, sér í lagi vegna baráttu sinnar til að binda enda á áralöng átök Eþíópíu og nágrannalandsins Eritreu.

Formaður norsku Nóbelsnefndarinnar greindi frá ákvörðun nefnarinnar í morgun. Hinn 43 ára Ahmed Ali tók við embættinu í ársbyrjun 2018. 

Friðarsamningur milli Eþíópíu og Eritreu var undirritaður á síðasta ári og batt þar með enda á margra ára hernaðarlega pattstöðu á landamærunum ríkjanna frá landamærastríðinu á árunum 1998 og 2000.

Ahmed Ali er sá hundraðasti í röðinni til að hljóta friðarverðlaunin. 219 einstaklingar og 85 samtök voru tilnefnd til verðlaunanna í ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.