Enski boltinn

„Manchester-liðin og Chelsea vildu fá mig en ég vildi ekki fara“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Claudio Marchisio.
Claudio Marchisio. vísir/getty
Fyrrum miðjumaður Juventus, Claudio Marchisio, sem lagði skóna á hilluna á dögunum sagðist aldrei hafa verið nálægt því að fara til Englands.Marchisio er goðsögn hjá Juventus þar sem hann lék frá því að hann var sjö ára gamall og allt þangað til á síðustu leiktíð.Þá fór hann til Zenit frá Pétursborg og lék með þeim í eitt tímabil en hann lagði svo skóna á hilluna 33 ára gamall.Marchisio á að baki 55 A-landsleiki fyrir Ítalíu en hann segir að félög frá Englandi hafi borið í sig víurnar.„Ég get ekki sagt að ég hafi verið nálægt því að ganga í raðir liðs frá Englandi en það var áhugi frá Manchester-liðunum og Chelsea,“ sagði hann við Daily Mail.„En Juventus var alltaf númer eitt hjá mér svo viðræðurnar fóru aldrei í gang.“Marchisio var ansi sigursæll. Hann vann ítölsku deildina sjö sinnum og rússnesku deildina með Zenit á síðustu leiktíð.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.