Íslenski boltinn

Túfa verður aðstoðarþjálfari Heimis hjá Val

Anton Ingi Leifsson skrifar
Srdjan Tufegdzic á hliðarlínunni með Grindavík í sumar.
Srdjan Tufegdzic á hliðarlínunni með Grindavík í sumar. vísir/bára

Srdjan Tufegdzic hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Vals í Pepsi Max-deild karla.

Srdjan Tufegdzic eða Túfa, eins og hann er oftast kallaður, mun því aðstoða Heimir Guðjónsson sem tók við Valssliðinu í vetur af Ólafi Jóhannessyni.

Túfa var á síðasta tímabili þjálfari Grindavíkur en þar á undan var hann þjálfari KA til þriggja ára.

Túfa mun einnig koma að afreksþjálfun hjá Val en hann er að ljúka við UEFA Pro-gráðuna sem er hæsta mögulega gráðan í boltanum.

„Það er gríðarlegur heiður fyrir mig að ganga til liðs við Val og er ég mjög stoltur og þakklátur fyrir tækifærið að vinna fyrir stærsta félagið á Íslandi og með sigursælasta þjálfaranum Heimi Guðjónssyni og frábærum leikmannahópi félagsins,“ sagði Túfa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.