Íslenski boltinn

Túfa verður aðstoðarþjálfari Heimis hjá Val

Anton Ingi Leifsson skrifar
Srdjan Tufegdzic á hliðarlínunni með Grindavík í sumar.
Srdjan Tufegdzic á hliðarlínunni með Grindavík í sumar. vísir/bára
Srdjan Tufegdzic hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Vals í Pepsi Max-deild karla.

Srdjan Tufegdzic eða Túfa, eins og hann er oftast kallaður, mun því aðstoða Heimir Guðjónsson sem tók við Valssliðinu í vetur af Ólafi Jóhannessyni.

Túfa var á síðasta tímabili þjálfari Grindavíkur en þar á undan var hann þjálfari KA til þriggja ára.







Túfa mun einnig koma að afreksþjálfun hjá Val en hann er að ljúka við UEFA Pro-gráðuna sem er hæsta mögulega gráðan í boltanum.

„Það er gríðarlegur heiður fyrir mig að ganga til liðs við Val og er ég mjög stoltur og þakklátur fyrir tækifærið að vinna fyrir stærsta félagið á Íslandi og með sigursælasta þjálfaranum Heimi Guðjónssyni og frábærum leikmannahópi félagsins,“ sagði Túfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×