Enski boltinn

Stuðningsmaður Englands lést í Búlgaríu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn Englands í Búlgaríu.
Stuðningsmenn Englands í Búlgaríu. vísir/getty

Enskur stuðningsmaður fannst í dag látinn í höfuðborg Búlgaríu, Sofíu, en enska landsliðið spilar gegn Búlgaríu í undankeppni EM 2020 í kvöld.

Innanríkisráðuneyti Bretlands staðfesti að 32 ára gamall Englendingur hafi fundist í miðbæ borgarinnar í annarlegi ástandi.

Lögregla og sjúkralið var kallað til. Fyrst var farið með hann á sjúkrahús en þar lét hann öllum illum látum og var þar af leiðandi færður á lögreglustöð.

Talið er að hann hafi látist á leiðinni frá sjúkrahúsinu og á lögreglustöðina en hann var í borginni til þess að sjá England spila gegn Búlgaríu í kvöld.

Lögreglan rannsakar nú hvort að Englendingurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna en það hefur ekki fengist staðfest.

Annar Englendingur handleggsbrotnaði í átökum við stuðningsmenn Búlgaríu en talið er að 3400 Englendingar verði á vellinum í kvöld.

Flautað verður til leiks klukkan 18.45 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.