Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Sylvía Hall skrifar 14. október 2019 20:05 Trump og Erdogan ræða saman í júlí. AP/Pablo Martinez Monsivais Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum og bæjum í norðausturhluta Sýrlands. Forsetinn birti yfirlýsinguna á Twitter fyrr í kvöld. Í yfirlýsingunni segist Trump ætla að hækka tolla á stál aftur upp í fimmtíu prósent líkt og það var áður, en þeir voru lækkaðir í maí síðastliðnum. Þá segist hann ætla að slíta viðræðum um hundrað milljarða dala verslunarsamning við Tyrkland. „Þetta mun gera Bandaríkjunum kleift að beita öflugum refsiaðgerðum gegn þeim sem mögulega taka þátt í alvarlegum mannréttindabrotum, koma í veg fyrir vopnahlé, koma í veg fyrir að landflóttamenn geti snúið aftur heim, senda flóttamenn aftur með valdi eða ógna friði, öryggi og stöðugleika í Sýrlandi,“ segir forsetinn í yfirlýingunni. Þá muni þetta hafa miklar fjárhagslegar afleiðingar í för með sér fyrir Tyrkland.Statement from President Donald J. Trump Regarding Turkey’s Actions in Northeast Syria pic.twitter.com/ZCQC7nzmME — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 14, 2019Trump segist alltaf hafa haft öryggi lands og þjóðar í fyrirrúmi frá því að hann tók við embætti og hafi því stutt baráttuna gegn ISIS. Með hernaðaraðgerðum sínum sé Tyrkland að stefna þeim árangri í hættu. „Tyrkland þarf einnig að forgangsraða vernd borgaranna, sérstaklega þeirra viðkvæmu minnihlutahópa í norðausturhluta Sýrlands,“ segir forsetinn og bætir við að það sé óásættanlegt að gera almenna borgara að skotmörkum. Hann segist hafa gert Erdogan það ljóst að aðgerðir hersins séu að stefna mannréttindum í voða og leggja grunn að mögulegum stríðsglæpum. Það sé ljóst að mannúð sé ekki að leiðarljósi í innrás þeirra á sýrlensk svæði. Til þess að fylgjast með ástandinu ætli hann að staðsetja bandaríska hermenn á svæðinu. „Bandarískir hermenn á leið frá Sýrlandi munu nú vera staðsettir á ný og vakta ástandið og koma í veg fyrir að 2014 endurtaki sig, þegar hin vanrækta ógn sem stafaði af ISIS geisaði um Sýrland og Írak. Lítið fótspor bandaríska hersins mun áfram vera í At Tanf Garrison í suðurhluta Sýrlands til þess að halda áfram að sundra leifum ISIS.“ Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum og bæjum í norðausturhluta Sýrlands. Forsetinn birti yfirlýsinguna á Twitter fyrr í kvöld. Í yfirlýsingunni segist Trump ætla að hækka tolla á stál aftur upp í fimmtíu prósent líkt og það var áður, en þeir voru lækkaðir í maí síðastliðnum. Þá segist hann ætla að slíta viðræðum um hundrað milljarða dala verslunarsamning við Tyrkland. „Þetta mun gera Bandaríkjunum kleift að beita öflugum refsiaðgerðum gegn þeim sem mögulega taka þátt í alvarlegum mannréttindabrotum, koma í veg fyrir vopnahlé, koma í veg fyrir að landflóttamenn geti snúið aftur heim, senda flóttamenn aftur með valdi eða ógna friði, öryggi og stöðugleika í Sýrlandi,“ segir forsetinn í yfirlýingunni. Þá muni þetta hafa miklar fjárhagslegar afleiðingar í för með sér fyrir Tyrkland.Statement from President Donald J. Trump Regarding Turkey’s Actions in Northeast Syria pic.twitter.com/ZCQC7nzmME — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 14, 2019Trump segist alltaf hafa haft öryggi lands og þjóðar í fyrirrúmi frá því að hann tók við embætti og hafi því stutt baráttuna gegn ISIS. Með hernaðaraðgerðum sínum sé Tyrkland að stefna þeim árangri í hættu. „Tyrkland þarf einnig að forgangsraða vernd borgaranna, sérstaklega þeirra viðkvæmu minnihlutahópa í norðausturhluta Sýrlands,“ segir forsetinn og bætir við að það sé óásættanlegt að gera almenna borgara að skotmörkum. Hann segist hafa gert Erdogan það ljóst að aðgerðir hersins séu að stefna mannréttindum í voða og leggja grunn að mögulegum stríðsglæpum. Það sé ljóst að mannúð sé ekki að leiðarljósi í innrás þeirra á sýrlensk svæði. Til þess að fylgjast með ástandinu ætli hann að staðsetja bandaríska hermenn á svæðinu. „Bandarískir hermenn á leið frá Sýrlandi munu nú vera staðsettir á ný og vakta ástandið og koma í veg fyrir að 2014 endurtaki sig, þegar hin vanrækta ógn sem stafaði af ISIS geisaði um Sýrland og Írak. Lítið fótspor bandaríska hersins mun áfram vera í At Tanf Garrison í suðurhluta Sýrlands til þess að halda áfram að sundra leifum ISIS.“
Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33
Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48
Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11