Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2019 13:33 Donald Trump tilkynnti flestum að óvörum í fyrrakvöld að hann ætlaði að kalla bandaríska hermenn frá Sýrlandi þar sem þeir hafa barist við hlið hersveita Kúrda í landinu gegn ISIS. AP Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti flestum að óvörum í fyrrakvöld að hann ætlaði að kalla bandaríska hermenn frá Sýrlandi þar sem þeir hafa barist við hlið hersveita Kúrda í landinu gegn ISIS. Kúrdar hafa einnig verið helstu bandamenn Bandaríkjastjórnar í Írak eftir stríðið þar en þeir sóttu ofsóknum í valdatíð Saddam Hussein. Tyrkir hafa einnig barist gegn Kúrdum við landamæri að Írak og líta á hersveitir þeirra sem hryðjuverkasamtök. Þeir hafa ákveðið að senda hersveitir inn í Sýrland og munu þá væntanlega ráðast gegn hersveitum Kúrda þar. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, vill að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra komi fyrir nefndina vegna þessarar stefnubreytingar helstu bandalagsþjóðar Íslendinga í Atlantshafsbandalaginu. „Það er uppi alvarleg staða vegna ákvörðunar Trump sem í raun er tekin í einhvers konar fljótfærni og gefur forseta Tyrklands undir fótinn um að hann geti ráðist inn í Sýrland,“ segir Logi.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmÞað sé alvarlegt þegar munnurinn á forseta öflugasta ríkis heims sé orðinn helsta ógin við heimsfirðinn. Það sé erfitt að eiga við þann ófyrirsjánleika sem fylgi utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Það sé ástæða til að óttast um hag Kúrda eftir þessa ákvörðun.En er eitthvað sem utanríkisráðherra Íslands getur gert til að breyta þessari stöðu? „Nei, í sjálfu sér getur hann kannski ekki breytt þessari stöðu svona einn, tveir og þrír. En hins vegar er sjálfsagt að hann eigi við okkur samræður um ástandið. Hvernig hann lítur á málin. Hvort það er eitthvað tilefni til að Ísland gefi út yfirlýsingu eða annað. Og síðan eins og ég sagði, í ljósi þessarar furðulegu samskipta Bandaríkjaforseta og núverandi Bandaríkjastjórnar við ráðamenn ýmissa ríkja á undanförnum mánuðum er full ástæða spyrja aðeins nánar út í þessa fundi sem hafa verið við okkar fólk,“ segir Logi Einarsson. Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti flestum að óvörum í fyrrakvöld að hann ætlaði að kalla bandaríska hermenn frá Sýrlandi þar sem þeir hafa barist við hlið hersveita Kúrda í landinu gegn ISIS. Kúrdar hafa einnig verið helstu bandamenn Bandaríkjastjórnar í Írak eftir stríðið þar en þeir sóttu ofsóknum í valdatíð Saddam Hussein. Tyrkir hafa einnig barist gegn Kúrdum við landamæri að Írak og líta á hersveitir þeirra sem hryðjuverkasamtök. Þeir hafa ákveðið að senda hersveitir inn í Sýrland og munu þá væntanlega ráðast gegn hersveitum Kúrda þar. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, vill að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra komi fyrir nefndina vegna þessarar stefnubreytingar helstu bandalagsþjóðar Íslendinga í Atlantshafsbandalaginu. „Það er uppi alvarleg staða vegna ákvörðunar Trump sem í raun er tekin í einhvers konar fljótfærni og gefur forseta Tyrklands undir fótinn um að hann geti ráðist inn í Sýrland,“ segir Logi.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmÞað sé alvarlegt þegar munnurinn á forseta öflugasta ríkis heims sé orðinn helsta ógin við heimsfirðinn. Það sé erfitt að eiga við þann ófyrirsjánleika sem fylgi utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Það sé ástæða til að óttast um hag Kúrda eftir þessa ákvörðun.En er eitthvað sem utanríkisráðherra Íslands getur gert til að breyta þessari stöðu? „Nei, í sjálfu sér getur hann kannski ekki breytt þessari stöðu svona einn, tveir og þrír. En hins vegar er sjálfsagt að hann eigi við okkur samræður um ástandið. Hvernig hann lítur á málin. Hvort það er eitthvað tilefni til að Ísland gefi út yfirlýsingu eða annað. Og síðan eins og ég sagði, í ljósi þessarar furðulegu samskipta Bandaríkjaforseta og núverandi Bandaríkjastjórnar við ráðamenn ýmissa ríkja á undanförnum mánuðum er full ástæða spyrja aðeins nánar út í þessa fundi sem hafa verið við okkar fólk,“ segir Logi Einarsson.
Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01