Enski boltinn

Ekki einn leik­maður Man. United komst í sam­eigin­legt byrjunar­lið Liver­pool og United hjá Danny Mills

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mo Salah er að sjálfsögðu í sameiginlegu liðinu.
Mo Salah er að sjálfsögðu í sameiginlegu liðinu. vísir/getty
Manchester United og Liverpool mætast í stórleik helgarinnar í enska boltanum en leikið verður á Old Trafford á sunnudaginn. Gengi liðanna misjafnt það sem af er leiktíð.Danny Mills, fyrrum varnarmaður Leeds og enska landsliðið, fékk það verkefni að velja sameiginlegt lið liðanna og það er athyglisvert.Allir ellefu leikmenn liðsins koma úr herbúðum Liverpool en ekki einn leikmaður Manchester United kemst í liðið.Eini Man. United-leikmaðurinn sem kom til greina að mati Danny Mills var Harry Maguire í miðri vörninni með Virgil van Dijk en Joel Matip var valinn fram fyrir hann.Liðið í heild sinni má sjá hér að neðan.Markvörður:

AlissonVarnarmenn:

Trent Alexander-Arnold

Joel Matip

Virgil van Dijk

Andy RobertsonMiðjumenn:

Jordan Henderson

Fabinho

Georginio WijnaldumSóknarmenn:

Mo Salah

Firmino

Sadio Mane
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.