Hollensk fjölskylda sem beið eftir heimsendi fannst í kjallara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2019 22:15 Sveitabærinn sem fjölskyldan hélt til á. epa/Wilbert Bijzitter Fjölskylda sem varði níu árum í kjallara í bið eftir „heimsendi“ fannst af hollensku lögreglunni eftir að einn fjölskyldumeðlimanna mætti á bar í nágrenni heimilisins. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. „Fjölskyldufaðirinn,“ sem er 58 ára gamall bjó á bóndabýli í Drenthe héraði í norðurhlut Hollands ásamt sex öðrum fullorðnum einstaklingum á aldrinum 18 til 25 ára. Hópurinn fannst eftir að einn sexmenninganna pantaði sér bjór á bar í nágrannabænum Ruinerwold. Þar sagði hann starfsfólki barsins að hann þyrfti á hjálp að halda. Eldri maðurinn var upphaflega talinn vera faðir hinna íbúanna en sveitarstjóri Ruinerwold, Roger de Groot, sagði í samtali við fréttamenn að svo væri ekki. Þá væri hann heldur ekki eigandi býlisins. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ bætti de Groot við. Samkvæmt fréttastofu RTV Drenthe hafði fjölskyldan búið á býlinu í algerri einangrun og biði hún eftir heimsendi.Fjölskyldan hafði ekki verið samskiptum við umheiminn í mörg ár.epa/Wilbert BijzitterEigandi barsins, Chris Westerbeek, lýsti því við fréttamiðilinn hvernig einn fjölskyldumeðlimanna hafði gengið inn á barinn, pantað sér fimm bjóra og drukkið þá alla. „Ég spjallaði við hann og hann sagði mér þá að hann hafi flúið og þyrfti á hjálp að halda… þá hringdum við á lögregluna.“ „Hárið hans var sítt, skegg hans var skítugt, hann klæddist gömlum fötum og virtist mjög áttaviltur. Hann sagðist aldrei hafa gengið í skóla og hefði ekki farið í klippingu í níu ár,“ bætti Westerbeek við. „Hann sagðist eiga bræður og systur sem byggju á sveitabænum. Hann sagðist vera elstur og vildi stöðva það hvernig þau byggju.“ Eftir tilkynningu bareigandans fóru lögreglumenn að sveitabænum og framkvæmdu þar leit. Þar fundu þeir falinn stigagang á bak við skáp í stofu hússins sem lá niður í kjallarann þar sem fjölskyldan bjó.Hier zat klaarblijkelijk een gezin ondergedoken, wachtende op het einde der tijden. Ligt aan een kanaal, paar kilometer buiten het dorp. Volop onderzoek. We worden op afstand gehouden. #bizar #Ruinerwold pic.twitter.com/dUDY8D74cR — Mark Mensink (@IntoBits) October 15, 2019 Í Ruinerwold búa tæplega 3.000 manns og er sveitabærinn rétt utan við bæinn. Á sveitabænum, sem er lítið sýnilegur vegna trjáa, er bæði grænmetisgarður og ein geit. Nágranni sagði í samtali við hollenska fréttamiðla að hann hafi bara séð einn mann á sveitabænum í gegn um tíðina og aldrei nein börn. Þá hafi verið ýmis dýr á bænum svo sem gæsir og hundur. Bréfberinn á svæðinu sagði þá að hann hafi aldrei borið út póst á býlið. Lögreglan á svæðinu hefur staðfest að 58 ára gamli maðurinn hafi verið handtekinn og verið væri að rannsaka málið nú en maðurinn hafði ekki verið samvinnuþýður. „Í gær barst okkur tilkynning um áhyggjur á lifnaðarháttum fólks sem var búsett í hás í Buitenhuizerweg í #Ruinerwold,“ skrifaði lögreglan á Twitter. „Við fórum þangað.“Gisteren heeft zich iemand bij ons gemeld die zich zorgen maakte om de leefomstandigheden van mensen in een woning aan de Buitenhuizerweg in #Ruinerwold. Zij zouden daar in een afgesloten ruimte verblijven. Wij zijn daar heen gegaan. — Politie Drenthe (@poldrenthe) October 15, 2019 „Enn er mörgum spurningum ósvarað,“ söguð þeir og bættu við að rannsókn væri nú í fullum gangi. Ekki er ljóst hve lengi fjölskyldan hefur haldið til í kjallaranum eða hvað kom fyrir móður barnanna en sveitastjórinn sagði að hún hafi látist fyrir nokkru síðan. Holland Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Fjölskylda sem varði níu árum í kjallara í bið eftir „heimsendi“ fannst af hollensku lögreglunni eftir að einn fjölskyldumeðlimanna mætti á bar í nágrenni heimilisins. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. „Fjölskyldufaðirinn,“ sem er 58 ára gamall bjó á bóndabýli í Drenthe héraði í norðurhlut Hollands ásamt sex öðrum fullorðnum einstaklingum á aldrinum 18 til 25 ára. Hópurinn fannst eftir að einn sexmenninganna pantaði sér bjór á bar í nágrannabænum Ruinerwold. Þar sagði hann starfsfólki barsins að hann þyrfti á hjálp að halda. Eldri maðurinn var upphaflega talinn vera faðir hinna íbúanna en sveitarstjóri Ruinerwold, Roger de Groot, sagði í samtali við fréttamenn að svo væri ekki. Þá væri hann heldur ekki eigandi býlisins. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ bætti de Groot við. Samkvæmt fréttastofu RTV Drenthe hafði fjölskyldan búið á býlinu í algerri einangrun og biði hún eftir heimsendi.Fjölskyldan hafði ekki verið samskiptum við umheiminn í mörg ár.epa/Wilbert BijzitterEigandi barsins, Chris Westerbeek, lýsti því við fréttamiðilinn hvernig einn fjölskyldumeðlimanna hafði gengið inn á barinn, pantað sér fimm bjóra og drukkið þá alla. „Ég spjallaði við hann og hann sagði mér þá að hann hafi flúið og þyrfti á hjálp að halda… þá hringdum við á lögregluna.“ „Hárið hans var sítt, skegg hans var skítugt, hann klæddist gömlum fötum og virtist mjög áttaviltur. Hann sagðist aldrei hafa gengið í skóla og hefði ekki farið í klippingu í níu ár,“ bætti Westerbeek við. „Hann sagðist eiga bræður og systur sem byggju á sveitabænum. Hann sagðist vera elstur og vildi stöðva það hvernig þau byggju.“ Eftir tilkynningu bareigandans fóru lögreglumenn að sveitabænum og framkvæmdu þar leit. Þar fundu þeir falinn stigagang á bak við skáp í stofu hússins sem lá niður í kjallarann þar sem fjölskyldan bjó.Hier zat klaarblijkelijk een gezin ondergedoken, wachtende op het einde der tijden. Ligt aan een kanaal, paar kilometer buiten het dorp. Volop onderzoek. We worden op afstand gehouden. #bizar #Ruinerwold pic.twitter.com/dUDY8D74cR — Mark Mensink (@IntoBits) October 15, 2019 Í Ruinerwold búa tæplega 3.000 manns og er sveitabærinn rétt utan við bæinn. Á sveitabænum, sem er lítið sýnilegur vegna trjáa, er bæði grænmetisgarður og ein geit. Nágranni sagði í samtali við hollenska fréttamiðla að hann hafi bara séð einn mann á sveitabænum í gegn um tíðina og aldrei nein börn. Þá hafi verið ýmis dýr á bænum svo sem gæsir og hundur. Bréfberinn á svæðinu sagði þá að hann hafi aldrei borið út póst á býlið. Lögreglan á svæðinu hefur staðfest að 58 ára gamli maðurinn hafi verið handtekinn og verið væri að rannsaka málið nú en maðurinn hafði ekki verið samvinnuþýður. „Í gær barst okkur tilkynning um áhyggjur á lifnaðarháttum fólks sem var búsett í hás í Buitenhuizerweg í #Ruinerwold,“ skrifaði lögreglan á Twitter. „Við fórum þangað.“Gisteren heeft zich iemand bij ons gemeld die zich zorgen maakte om de leefomstandigheden van mensen in een woning aan de Buitenhuizerweg in #Ruinerwold. Zij zouden daar in een afgesloten ruimte verblijven. Wij zijn daar heen gegaan. — Politie Drenthe (@poldrenthe) October 15, 2019 „Enn er mörgum spurningum ósvarað,“ söguð þeir og bættu við að rannsókn væri nú í fullum gangi. Ekki er ljóst hve lengi fjölskyldan hefur haldið til í kjallaranum eða hvað kom fyrir móður barnanna en sveitastjórinn sagði að hún hafi látist fyrir nokkru síðan.
Holland Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira