Fótbolti

Birkir Bjarnason til Heimis og Arons í Katar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir í leik með íslenska landsliðinu
Birkir í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty

Það virðist nær öruggt að landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason sé að ganga til liðs við Al-Arabi í Katar. Þar mun hann hitta fyrrum þjálfara sinn hjá íslenska landsliðinu, Heimi Hallgrímsson, sem og samherja sinn í landsliðinu og fyrirliða, Aron Einar Gunnarsson. Þetta var staðfest á Instagram-reikningi í Al-Arabi seint í gærkvöld.

Samkvæmt heimildum Fótbolti.net mun Birkir aðeins gera samning fram í janúar en hans hlutverk er að leysa Aron Einar Gunnarsson af hólmi á meðan fyrirliðinn jafnar sig af meiðslum sem hann varð fyrir á dögunum. Aron Einar missti í kjölfarið af landsleikjunum gegn Frakklandi og Andorra. Þá er talið ólíklegt að fyrirliðinn nái síðustu leikjunum í undankeppni EM 2020. 

Birkir var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í 4-2 tapinu gegn Albaníu í haust og var talið að slæmt leikform spilaði þar inn í. Hann var hins vegar stórkostlegur í naumu tapi Íslands gegn heimsmeisturum Frakklands í síðasta landsleikjahléi og ljóst að íslenska landsliðið ætti að njóta góðs af vistaskiptum hans til Katar.

Birkir hefur verið samningslaus frá því snemma í haust þegar Aston Villa sagði upp samningi hans. Hefur hann verið orðaður sterklega við ensku B-deildar liðin Derby County og Stoke City. Með því að fara til Katar kemst hann í leikæfingu sem og hann getur skipt um lið strax í janúar án þess að semja þurfi um kaupverð.

Al-Arabi er sem stendur í 2. sæti þegar fimm umferðum er lokið.Tengdar fréttir

Skyldusigur gegn Andorra í kvöld

Andorra vann sinn fyrsta leik í undankeppni EM á föstudaginn. Liðið hafði áður tapað öllum 56 leikjum sínum í undankeppni EM.

Það þarf að fylla skarð fyrirliðans

Ísland leikur í kvöld við Frakkland í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu karla. Frakkland og Tyrkland eru fyrir umferðina á toppi riðilsins en Ísland kemur þar á eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.