Birkir Bjarnason til Heimis og Arons í Katar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2019 07:00 Birkir í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Það virðist nær öruggt að landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason sé að ganga til liðs við Al-Arabi í Katar. Þar mun hann hitta fyrrum þjálfara sinn hjá íslenska landsliðinu, Heimi Hallgrímsson, sem og samherja sinn í landsliðinu og fyrirliða, Aron Einar Gunnarsson. Þetta var staðfest á Instagram-reikningi í Al-Arabi seint í gærkvöld. Samkvæmt heimildum Fótbolti.net mun Birkir aðeins gera samning fram í janúar en hans hlutverk er að leysa Aron Einar Gunnarsson af hólmi á meðan fyrirliðinn jafnar sig af meiðslum sem hann varð fyrir á dögunum. Aron Einar missti í kjölfarið af landsleikjunum gegn Frakklandi og Andorra. Þá er talið ólíklegt að fyrirliðinn nái síðustu leikjunum í undankeppni EM 2020. Birkir var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í 4-2 tapinu gegn Albaníu í haust og var talið að slæmt leikform spilaði þar inn í. Hann var hins vegar stórkostlegur í naumu tapi Íslands gegn heimsmeisturum Frakklands í síðasta landsleikjahléi og ljóst að íslenska landsliðið ætti að njóta góðs af vistaskiptum hans til Katar. Birkir hefur verið samningslaus frá því snemma í haust þegar Aston Villa sagði upp samningi hans. Hefur hann verið orðaður sterklega við ensku B-deildar liðin Derby County og Stoke City. Með því að fara til Katar kemst hann í leikæfingu sem og hann getur skipt um lið strax í janúar án þess að semja þurfi um kaupverð. Al-Arabi er sem stendur í 2. sæti þegar fimm umferðum er lokið.#alarabiiceland#fotboltinetpic.twitter.com/sZXG05Hjtx — Stuðningsmannaklúbbur Al Arabi á Íslandi (@StuArabi) October 15, 2019 Fótbolti Tengdar fréttir Birkir um Katar orðróminn: Sjáum bara til Birkir Bjarnason útilokar ekki að hann gangi í raðir Al-Arabi en orðrómur hefur verið um að miðjumaðurinn gæti verið á leið til Katar. 15. október 2019 08:00 Birkir býst við að semja á næstu dögum: Þarf að velja rétt Birkir Bjarnason var í byrjunarliðinu í báðum landsleikjunum í þessari landsleikjahrinu þrátt fyrir að vera án félags. Hann stóð sig vel og býst við að hann verði búinn að semja við félagslið á næstu dögum. 14. október 2019 21:43 Hamrén: Rétt að velja Birki og Emil í hópinn Þrátt fyrir að vera án félags voru Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson valdir í íslenska landsliðshópinn sem mætir Frakklandi og Andorra í undankeppni EM 2020. 4. október 2019 13:50 Einkunnir eftir tap gegn Frökkum: Hannes maður leiksins Hannes Þór Halldórsson var maður leiksins í íslenska liðinu á móti Frökkum í undankeppni EM 2020 að mati íþróttadeildar Vísis. 11. október 2019 21:07 Það þarf að fylla skarð fyrirliðans Ísland leikur í kvöld við Frakkland í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu karla. Frakkland og Tyrkland eru fyrir umferðina á toppi riðilsins en Ísland kemur þar á eftir. 11. október 2019 14:00 Skyldusigur gegn Andorra í kvöld Andorra vann sinn fyrsta leik í undankeppni EM á föstudaginn. Liðið hafði áður tapað öllum 56 leikjum sínum í undankeppni EM. 14. október 2019 12:00 Twitter eftir leikinn: „Griezmenn fékk Dóruplástur og kom svo bara sprækur aftur inn á“ Íslendingar voru líflegir á Twitter yfir landsleiknum. 11. október 2019 20:57 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Það virðist nær öruggt að landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason sé að ganga til liðs við Al-Arabi í Katar. Þar mun hann hitta fyrrum þjálfara sinn hjá íslenska landsliðinu, Heimi Hallgrímsson, sem og samherja sinn í landsliðinu og fyrirliða, Aron Einar Gunnarsson. Þetta var staðfest á Instagram-reikningi í Al-Arabi seint í gærkvöld. Samkvæmt heimildum Fótbolti.net mun Birkir aðeins gera samning fram í janúar en hans hlutverk er að leysa Aron Einar Gunnarsson af hólmi á meðan fyrirliðinn jafnar sig af meiðslum sem hann varð fyrir á dögunum. Aron Einar missti í kjölfarið af landsleikjunum gegn Frakklandi og Andorra. Þá er talið ólíklegt að fyrirliðinn nái síðustu leikjunum í undankeppni EM 2020. Birkir var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í 4-2 tapinu gegn Albaníu í haust og var talið að slæmt leikform spilaði þar inn í. Hann var hins vegar stórkostlegur í naumu tapi Íslands gegn heimsmeisturum Frakklands í síðasta landsleikjahléi og ljóst að íslenska landsliðið ætti að njóta góðs af vistaskiptum hans til Katar. Birkir hefur verið samningslaus frá því snemma í haust þegar Aston Villa sagði upp samningi hans. Hefur hann verið orðaður sterklega við ensku B-deildar liðin Derby County og Stoke City. Með því að fara til Katar kemst hann í leikæfingu sem og hann getur skipt um lið strax í janúar án þess að semja þurfi um kaupverð. Al-Arabi er sem stendur í 2. sæti þegar fimm umferðum er lokið.#alarabiiceland#fotboltinetpic.twitter.com/sZXG05Hjtx — Stuðningsmannaklúbbur Al Arabi á Íslandi (@StuArabi) October 15, 2019
Fótbolti Tengdar fréttir Birkir um Katar orðróminn: Sjáum bara til Birkir Bjarnason útilokar ekki að hann gangi í raðir Al-Arabi en orðrómur hefur verið um að miðjumaðurinn gæti verið á leið til Katar. 15. október 2019 08:00 Birkir býst við að semja á næstu dögum: Þarf að velja rétt Birkir Bjarnason var í byrjunarliðinu í báðum landsleikjunum í þessari landsleikjahrinu þrátt fyrir að vera án félags. Hann stóð sig vel og býst við að hann verði búinn að semja við félagslið á næstu dögum. 14. október 2019 21:43 Hamrén: Rétt að velja Birki og Emil í hópinn Þrátt fyrir að vera án félags voru Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson valdir í íslenska landsliðshópinn sem mætir Frakklandi og Andorra í undankeppni EM 2020. 4. október 2019 13:50 Einkunnir eftir tap gegn Frökkum: Hannes maður leiksins Hannes Þór Halldórsson var maður leiksins í íslenska liðinu á móti Frökkum í undankeppni EM 2020 að mati íþróttadeildar Vísis. 11. október 2019 21:07 Það þarf að fylla skarð fyrirliðans Ísland leikur í kvöld við Frakkland í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu karla. Frakkland og Tyrkland eru fyrir umferðina á toppi riðilsins en Ísland kemur þar á eftir. 11. október 2019 14:00 Skyldusigur gegn Andorra í kvöld Andorra vann sinn fyrsta leik í undankeppni EM á föstudaginn. Liðið hafði áður tapað öllum 56 leikjum sínum í undankeppni EM. 14. október 2019 12:00 Twitter eftir leikinn: „Griezmenn fékk Dóruplástur og kom svo bara sprækur aftur inn á“ Íslendingar voru líflegir á Twitter yfir landsleiknum. 11. október 2019 20:57 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Birkir um Katar orðróminn: Sjáum bara til Birkir Bjarnason útilokar ekki að hann gangi í raðir Al-Arabi en orðrómur hefur verið um að miðjumaðurinn gæti verið á leið til Katar. 15. október 2019 08:00
Birkir býst við að semja á næstu dögum: Þarf að velja rétt Birkir Bjarnason var í byrjunarliðinu í báðum landsleikjunum í þessari landsleikjahrinu þrátt fyrir að vera án félags. Hann stóð sig vel og býst við að hann verði búinn að semja við félagslið á næstu dögum. 14. október 2019 21:43
Hamrén: Rétt að velja Birki og Emil í hópinn Þrátt fyrir að vera án félags voru Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson valdir í íslenska landsliðshópinn sem mætir Frakklandi og Andorra í undankeppni EM 2020. 4. október 2019 13:50
Einkunnir eftir tap gegn Frökkum: Hannes maður leiksins Hannes Þór Halldórsson var maður leiksins í íslenska liðinu á móti Frökkum í undankeppni EM 2020 að mati íþróttadeildar Vísis. 11. október 2019 21:07
Það þarf að fylla skarð fyrirliðans Ísland leikur í kvöld við Frakkland í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu karla. Frakkland og Tyrkland eru fyrir umferðina á toppi riðilsins en Ísland kemur þar á eftir. 11. október 2019 14:00
Skyldusigur gegn Andorra í kvöld Andorra vann sinn fyrsta leik í undankeppni EM á föstudaginn. Liðið hafði áður tapað öllum 56 leikjum sínum í undankeppni EM. 14. október 2019 12:00
Twitter eftir leikinn: „Griezmenn fékk Dóruplástur og kom svo bara sprækur aftur inn á“ Íslendingar voru líflegir á Twitter yfir landsleiknum. 11. október 2019 20:57