Fótbolti

Birkir um Katar orðróminn: Sjáum bara til

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir í leiknum gegn Frökkum á föstudagskvöldið.
Birkir í leiknum gegn Frökkum á föstudagskvöldið. vísir/vilhelm
Birkir Bjarnason útilokar ekki að hann gangi í raðir Al-Arabi í Katar en orðrómur hefur verið um að miðjumaðurinn gæti verið á leið til Katar.Birkir er án félags eftir að hafa samið um starfslok við Aston Villa í sumar og hefur enn ekki fundið sér lið.Hann var hins vegar í byrjunarliði Íslands gegn Frakklandi og Andorra í síðustu tveimur landsleikjum.Fótbolti.net spurði Birki eftir leikinn gegn Andorra í gær út í orðróminn um Al-Arabi og Katar en Heimir Hallgrímsson stýrir liðinu.„Við sjáum bara til, ég þarf að skoða mitt og taka einhverjar ákvarðanir og sjá hvað ég geri. Ég er mjög ánægður með eigin frammistöðu, ég er búinn að gera mitt finnst mér og svo kemur vonandi eitthvað gott."Aron Einar Gunnarsson leikur einnig með Al-Arabi í Katar en er sem stendur á meiðslalistanum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.