Fótbolti

Birkir býst við að semja á næstu dögum: Þarf að velja rétt

Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar
Leikmenn íslenska liðsins fagna marki Arnórs Sigurðssonar en markið var hans fyrsta landsliðsmark.
Leikmenn íslenska liðsins fagna marki Arnórs Sigurðssonar en markið var hans fyrsta landsliðsmark. Vísir/Vilhelm
Birkir Bjarnason byrjaði inná í báðum landsleikjunum í þessari landsleikjahrinu þrátt fyrir að vera án félags. Hann stóð sig vel og býst við að hann verði búinn að semja við félagslið á næstu dögum.„Ég er mjög sáttur að hafa fengið að spila svona mikið og ánægður að það hafi gengið svona vel. Þetta er ekki búin að vera frábær staða en svona er þetta bara búið að vera. Ég gerði mitt og er bara ánægður,“ sagði Birkir í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld.Fyrir leikinn var töluverð umræða um þá stöðu að tveir af lykilmönnum liðsins væru án félags og því ekki í leikformi.„Ég skildi alveg umræðuna sem var í gangi en ég er búinn að halda mér góðum og er í góðu formi. Ég taldi mig sjálfan vera klár í þessa leiki. Ég sagði bara við þjálfarana að gefa mér þessar æfingar og leyfa mér að sanna mig. Ég gerði það og þeir settu mig inn.“Eftir leik fengu íslensku leikmennirnir þær fréttir að Tyrkir hefðu náð jafntefli gegn Frökkum sem þýðir að von Íslands um beint sæti á Evrópumótið er veik.„Þetta er ekkert gott en við vissum að við þyrftum að vinna rest og við einbeitum okkur að því og næsta leik við Tyrki. Svo vonum við að þeir misstígi sig úti gegn Andorra. Það getur allt gerst ennþá.“Birkir sagðist gera ráð fyrir að sín mál varðandi félagslið myndu skýrast á allra næstu dögum.„Já. Það er fullt í  gangi en ekkert sem ég ætla að fara út í núna. Við tökum stöðuna og svo þarf ég að velja rétt."

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Tyrkir fóru langt með að skilja Ísland eftir

Vonir Íslands um að fara beint inn á EM 2020 í gegnum undankeppnina eru orðnar ansi litlar eftir að Tyrkland og Frakkland skildu jöfn í leik sínum á Stade de France í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.