Erlent

Erdogan hafnar kröfum Banda­ríkja­manna

Atli Ísleifsson skrifar
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Getty

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur algerlega hafnað kröfum Bandaríkjamanna um vopnahlé en í gær var greint frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti krefðist þess af Tyrkjaforseta að hann hætti samstundis stríðsrekstri sínum í norðausturhluta Sýrlands.

Erdogan sagði blaðamönnum í gærkvöldi að Tyrkir muni aldrei lýsa yfir vopnahléi. Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna hafi engin áhrif og markmið Tyrkja séu skýr, en þeir vilja búa til svokallað öryggisvæði innan landamæra Sýrlands þar sem Kúrdar réðu áður ríkjum. Þangað vilja þeir einnig senda um tvær milljónir flóttamanna frá Sýrlandi sem nú hafast við í Tyrklandi.

Þessar herskáu yfirlýsingar Erdogan koma rétt áður en Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna og Mike Pompeo utanríkisráðherra mæta til Tyrklands til viðræðna.

Innrás Tyrkja hófst eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að draga nokkra tugi hermanna frá norðaustursvæðum Sýrlands sem hingað til höfðu komið í veg fyrir að Erdogan áræddi árás fyrir landamærin. Því litu margir á það sem svo að Trump hafi gefið grænt ljós á aðgerðirnar.

Eftir mikil mótmæli vegna þessa, ekki síst úr röðum helstu stuðningsmanna Trumps, ákvað Trump að leggja viðskiptaþvinganir á Tyrki og krefjast vopnahlés.


Tengdar fréttir

Hætta að selja Tyrkjum vopn

Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins.

Trump ræddi við Erdogan í síma

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.