Erlent

Hætta að selja Tyrkjum vopn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Tyrkneski herinn nærri Manbij í dag.
Tyrkneski herinn nærri Manbij í dag. AP/Ugur Can
Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Innrásin hefur vakið litla hrifningu á meðal samherja Tyrkja innan bandalagsins og hafa Bandaríkin til að mynda lagt nýjar viðskiptaþvinganir á Tyrki, eftir að hafa hörfað frá Sýrlandi og þannig rýmt fyrir árásinni.Þjóðverjar, Frakkar og Bretar meðal annars hafa lýst því yfir að ríkin muni ekki selja Tyrkjum vopn. Utanríkismálaráðherra Ítalíu sagði svo á ítalska þinginu í dag að í kjölfar ákvörðunar Evrópusambandsins um að takmarka vopnasölu til Tyrklands sé verðið að endurskoða vopnasölusamninga Ítala við Tyrki.„Af því við viljum grípa til aðgerða strax, og vopnasölubann á vegum Evrópusambandsins myndi taka marga mánuði. Markmiðið er að sýna að Ítalía bíður ekki, hikar ekki og lítur ekki undan. Ítalía hundsar ekki mannfall almennra borgara,“ sagði Luigi di Maio ráðherra.

Bitist um Manbij

Eftir gerð samkomulags við hersveitir Kúrda er sýrlenski stjórnarherinn nú kominn til Manbij til að verjast innrásinni. Rússar, helstu bandamenn stjórnarliða, segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og stjórnarhersins en ljóst er að Tyrkir hafa augastað á bænum.„Ef guð lofar munum við brátt taka svæðið allt frá Manbij og að landamærum okkar við Írak. Þannig munum við veita fyrst milljón og síðan tveimur milljónum sýrlenskra flóttamanna tækifæri á því að snúa aftur heim ef þeir vilja,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.