Tyrkland

Hringurinn þrengist: Fingraför krónprinsins á vélunum sem fluttu morðingjana
Tvær einkaþotur sem morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi notuðu til að komast aftur til Riyadh voru í eigu félags sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, yfirtók aðeins ári áður.

Gagnrýnir Ástrali fyrir að svipta grunaðan ISIS-liða ríkisborgararétti
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur gagnrýnt áströlsk stjórnvöld harðlega fyrir að hafa einhliða svipt konu, sem handtekin var í Tyrklandi vegna gruns um tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS, ríkisborgararétti.

Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni
Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent.

Tyrkir ósáttir við gagnrýni vegna mótmæla stúdenta, sem Erdogan kallar hryðjuverkamenn
Utanríkisráðuneyti Tyrklands gefur lítið fyrir alþjóðlega gagnrýni á það hvernig tekið hefur verið á ungum mótmælendum þar í landi á undanförnum mánuði. Stúdentar, kennarar og annað ungt fólk hafa haldið mótmæli vegna skipunar nýs rektors eins stærsta háskóla landsins.

Níu létust þegar öndunarvél sprakk á Covid-deild spítala
Níu eru látin eftir að öndunarvél sprakk á spítala fyrir kórónuveirusjúklinga í suðurhluta Tyrklands.

Lífstíðarfangelsi yfir valdaránsmönnum í Tyrklandi
Dómstóll í Tyrklandi dæmdi á þriðja tug manna í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa tekið þátt í valdaránstilraun árið 2016 í dag. Herforingjar og orrustuflugmenn eru á meðal hátt í 500 sakborninga í málinu.

Samkomulagið sagt sársaukafullt og ósigur fyrir Armena
Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina.

Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan
Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh.

Valdamiklir leiðtogar bíða með að óska Biden til hamingju
Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju.

Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan
Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh.

Tengdasonur Erdogan segir af sér sem fjármálaráðherra
Berat Albayrak, fjármálaráðherra Tyrklands, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að segja af sér heilsu sinnar vegna.

Fjögurra ára stúlku bjargað úr húsarústum í Izmir
Björgunarmenn í Izmir í Tyrklandi björguðu í dag fjögurra ára stúlku á lífi úr húsarústum í borginni, fjórum dögum eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir Tyrkland og Grikkland.

Fjöldi látinna heldur áfram að hækka
Björgunarlið heldur áfram að leita í rústum átta bygginga í tyrknesku hafnarborgarinnar Izmir eftir skjálftans öfluga sem reið yfir á föstudaginn. 79 eru nú látnir vegna skjálftans í Tyrklandi.

Maður á áttræðisaldri fannst á lífi í rústum
33 klukkustundum eftir öflugan jarðskjálfta í Eyjahafi á föstudag fannst karlmaður á áttræðisaldri á lífi í rústum byggingar í tyrknesku borginni Izmir.

Fjögur þúsund leita í rústum í Izmir
Minnst 27 eru látnir eftir sterkan jarðskjálfta í Eyjahafinu í gær. Skjálftinn var af stærðinni 7 samkvæmt mælingum og olli miklu tjóni í tyrknesku borginni Izmir.

Minnst 19 látin eftir skjálftann
Að minnsta kosti 19 eru látin og yfir sjö hundruð slösuð eftir jarðskjálfta nærri vesturströnd Tyrklands í dag.

Tólf látin eftir skjálftann í Tyrklandi
Minnst 12 eru látin og 419 slösuð eftir að 6,6 stiga stiga jarðskjálfti reið yfir nærri vesturströnd Tyrklands í dag.

Minnst fjögur látin í skjálftanum
Að minnsta kosti fjögur eru látin og 120 slösuð í Tyrklandi eftir að öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í dag.

Öflugur skjálfti undan strönd Tyrklands
Erlendir fjölmiðlar segja skjálftann hafa verið um 6,7 að stærð og hafi fundist vel fyrir honum einnig víða í Grikklandi,

Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan
Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta.