Tyrkland

Segir Tyrki mögulega munu hleypa Finnum inn án Svía
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki mögulega munu leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu án þess að samþykkja að hleypa Svíum inn á sama tíma.

Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín
Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO.

Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar
Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi.

Sagði nafnið sem mátti ekki nefna og fékk ekki að lýsa seinni hálfleik
Alper Bakircigil missti starfið sitt í gær en hann hefur í mörg ár starfað sem fótboltalýsandi í Tyrklandi. Ástæðan er þó afar furðuleg í augum flestra. Hann nefndi á nafn knattspyrnugoðsögn Tyrkja.

Tyrkir hefna fyrir hryðjuverkaárás með loftárásum
Tyrkir hafa hafið banvænar loftárásir yfir borgir í sjálfstjórnarhéröðum Kúrda í norðurhluta Sýrlands og Írak. Tyrkir segja árásunum beint er að hersveitum Kúrda sem þeir segja að beri ábyrgð á hryðjuverkaárás sem gerð varí Istanbúl, stærstu borgar Tyrklands, í síðustu viku.

22 handteknir í tengslum við árásina í Istanbul
Lögregluyfirvöld í Istanbul hafa handtekið 22 í tengslum við sprengjuárás í borginni í gær, þar sem sex létu lífið og 81 særðist. Innanríkisráðherra Tyrklands segir vígamenn úr röðum Kúrda í norðurhluta Sýrlands ábyrga.

Að minnsta kosti sex látin og 53 særð eftir sprengingu í Tyrklandi
Sprenging varð í Istanbúl í Tyrklandi fyrr í dag á svæði sem vinsælt er meðal ferðamanna. Tugir eru sagðir særðir og sex látin. Forseti Tyrklands, Erdogan segir sprenginguna „svikula árás“.

Svíar hafna Kúrdum til að friðþægja Tyrki
Sænska ríkisstjórnin ætlar að láta af stuðningi við vopnaða sveit Kúrda í Sýrlandi og stjórnmálaflokk sem tengist henni til þess að friðþægja Tyrki. Recep Erdogan Tyrklandsforseti hefur sett sig upp á móti aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu vegna stuðnings þeirra við Kúrda.

Fjörutíu látin og ellefu á spítala eftir námuslys í Tyrklandi
Fjörutíu eru nú sögð látin eftir námuslys sem varð í Tyrklandi í gær. Um 110 manns hafi verið í námunni þegar sprenging átti sér stað. Orsök slyssins er enn sögð óljós, þó er talið að um metan sprengingu hafi verið að ræða.

Tugir námumanna sitja fastir og minnst fjórtán eru látnir
Talið er að 49 námumenn sitji fastir á 300 til 350 metra dýpi í námu í Tyrklandi eftir að námuslys varð í kvöld. Minnst fjórtán námumenn létu lífið í slysinu.

Vígamenn tengdir al-Qaeda tóku Afrin í Sýrlandi
Vígamenn öfgahópsins Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, hafa tekið yfir stjórn borgarinnar Afrin í samnefndu héraði í Sýrlandi. HTS er afsprengi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í Sýrlandi en vígamennirnir náðu tökum á borginni eftir harða bardaga við meðlimi öfgahópsins Al-Jabha Al-Shamiyyah.

Tæplega tuttugu þúsund manns vilja bera nafn goðsagnarinnar
Yfirvöld í Tyrklandi gerðu nýverið breytingar innan stjórnsýslunnar sem heimilar fólki að sækja um breytingu á nafni sínu með rafrænum hætti. Eftir breytinguna rigndi inn umsóknum fólks sem vildi breyta um nafn.

Minnst 32 létust þegar ekið var inn á vettvang tveggja slysa
Sextán eru látnir og 21 slasaður eftir að rútu var ekið inn á vettvang fyrra umferðarslyss í Tyrklandi í dag. Meðal látinna eru slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn og fréttamenn sem sendir höfðu verið á vettvang. Fyrr í dag létust aðrir sextán og 29 slösuðust í sambærilegu atviki í Tyrklandi

Hringir í Pútín eftir leiðtogaviðræður
Takmarkaður árangur virðist hafa náðst í viðræðum leiðtoga Tyrklands, Úkraínu og Sameinuðu þjóðanna í dag. Tyrklandsforseti hyggst ræða efni fundarins við Vladímir Pútín, forseta Rússlands.

Sátu föst á lítilli eyju í miðri á í tæpan mánuð
38 manna hópur flótta- og farandfólks fannst á smárri ónefndri eyju í á sem rennur með landamærum Grikklands og Tyrklands. Grískir björgunarmenn fundu 22 menn, níu konur og sjö börn á eyjunni í gær en þau höfðu verið á eyjunni frá því um miðjan júlí.

Úkraínuforseti birtist óvænt á stuttermabol á höfninni í Odessa
Forseti Úkraínu heimsótti óvænt hafnarborgina Odessa ásamt sendiherrum sjö ríkja í dag til að kynna sér undirbúning fyrir útflutning á milljónum tonna af korni frá Úkraínu. Vonir eru bundnar við að útflutningurinn geti hafist í dag eða á morgun.

Úkraínuforseti segir 40 þúsund Rússa hafa fallið í innrásinni
Úkraínuforseti segir að fjörutíu þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni í Úkraínu. Her landsins hefur vaxið ásmegin eftir að hann fékk langdræg og nákvæm eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist innan fárra daga.

Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ
Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins.

Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu
Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim.

Lét Pútín bíða fyrir framan myndavélarnar
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lét Vladimír Pútín, forseta Rússlands, standa einan fyrir framan myndavélarnar í tæpa mínútu fyrir fund þeirra í Íran í gær. Erdogan er talinn hafa verið að hefna sín fyrir sambærilegt atvik fyrir tveimur árum.