Bandaríkin

Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið
Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar.

Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi
Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum.

Í reipitogi um kosningaréttinn
Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210.

Lögreglan fékk leitarheimild til að fá að skoða svarta kassann í bíl Tigers
Lögreglan í Los Angeles sýslu er ekki búin að loka rannsókninni á bílslysi kylfingsins Tiger Woods.

Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið
Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið.

Heimsveldin og auðlindir Grænlands
Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu.

Dolly Parton tók snúning á Jolene þegar hún var bólusett
Bandaríska tónlistarkonan Dolly Parton var í gær bólusett gegn Covid-19 með bóluefni lyfjafyrirtækisins Moderna.

Sakaður um drykkju og neyslu lyfja í starfi sem læknir Hvíta hússins
Í starfi sínu sem læknir Hvíta hússins, talaði Ronny Jackson með niðrandi og kynferðislegum hætti um kvenkyns undirmann sinn. Þá drakk hann í vinnunni og neytti svefnlyfja svo samstarfsmenn hans höfðu áhyggjur af því að hann gæti ekki sinnt skyldum sínum.

Tilkynnti sex ára son sinn týndan en reyndist hafa ekið yfir hann
Brittany Gosner og kærasti hennar gengu inn í lögreglustöð í Middletown í Ohio í Bandaríkjunum um helgina og tilkynntu að sex ára gamall sonur hennar, James Hutchinson, væri týndur. Einungis degi seinna kom í ljós að þau voru að ljúga.

Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak
Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða.

Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir
Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug.

Þrettán fórust í árekstri jeppa og vöruflutningabíls
Þrettán manns eru látnir eftir harðan árekstur jeppa og vöruflutningabíls á hraðbraut í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. Talið er að 25 manns hafi verið um borð í jeppanum.

Beita rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar
Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í dag refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og fyrirtækjum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins, Alexei Navalní. Meðal annars beinast aðgerðirnar gegn háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands.

Flugu nýrri tegund dróna sem eiga að vinna með mönnuðum orrustuþotum
Starfsmenn Boeing flugu um helgina nýrri frumgerð dróna í fyrsta sinn. Þetta er í fyrsta sinn sem herflugvél er þróuð og framleidd í Ástralíu í meira en 50 ár.

Auknar líkur á fjórðu bylgjunni í Bandaríkjunum
Aukin útbreiðsla nýrra afbrigða kórónuveirunnar sem eru meira smitandi en hin hefðbundnu hefur aukið líkurnar á því að fjórða bylgja faraldursins sé að hefjast í Bandaríkjunum.

Aðstoðarmaður Lady Gaga tjáir sig um skotárásina
Ryan Fischer, aðstoðarmaður söngkonunnar Lady Gaga, er á batavegi eftir að hann var skotinn í síðustu viku þegar hann var á gangi með hunda söngkonunnar. Tveimur hundanna var stolið en þeim var komið aftur til söngkonunnar á föstudag.

Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni
Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni.

Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024.

Læknir hugðist bera vitni á Zoom í miðri aðgerð
Heilbrigðisyfirvöld í Kaliforníu rannsaka nú mál skurðlæknis sem hugðist bera vitni við réttarhöld gegnum Zoom, á meðan hann gerði aðgerð á sjúkling. Dómarinn í málinu sagði fyrirætlun læknisins ekki viðeigandi og frestaði fyrirtökunni.

Bóluefni Janssen fær grænt ljós í Bandaríkjunum
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt leyfir fyrir notkun bóluefnis Janssen fyrir Covid-19 í landinu. Um er að ræða þriðja bóluefnið sem samþykkt er í Bandaríkjunum og það fyrsta sem gefið er í einni sprautu. Áður hafa bóluefni Pfizer og Moderna fengist samþykkt í landinu.