Bandaríkin Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sigursælasta liðið í sögu Indianapolis 500-kappakstursins rak forseta sinn og tvo aðra háttsetta stjórnendur eftir að tveir bílar þess reyndust ólöglegir í tímatökum um síðustu helgi. Eigandi liðsins er jafnframt eigandi kappakstursins og hefur uppákoman vakið upp spurningar um hagsmunaárekstra. Sport 23.5.2025 15:18 Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Bandaríkjaforseti hótaði því að leggja fimmtíu prósent innflutningstoll á vörur frá Evrópusambandinu og 25 prósent toll á Apple-vörur í samfélagsmiðlafærslum í dag. Hann segir hvorki ganga né reka í viðræðum við ESB um viðskipti. Viðskipti erlent 23.5.2025 13:48 Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi. Erlent 23.5.2025 12:02 Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að skjóta tvo starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington-borg í Bandaríkjunum til bana að yfirlögðu ráði. Hann sagði lögreglu að hann hefði drepið fólki fyrir Palestínu og Gasa. Erlent 23.5.2025 11:20 Á spítala eftir samfarir við 583 menn Ástralska OnlyFans-stjarnan Annie Knight var lögð inn á sjúkrahús fyrr í vikunni eftir að hafa tekið þátt í kynlífstilraun þar sem hún stundaði samfarir með 583 karlmönnum á aðeins sex klukkustundum. Knight greindi frá líðan sinni á Instagram í gær. Lífið 23.5.2025 10:29 Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka. Erlent 22.5.2025 23:23 Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Íslendingur sem nam við Harvard háskóla og vinnur nú í Bandaríkjunum á hefðbundnum landvistarleyfi fyrir námsmenn, gæti þurft að yfirgefa landið með stuttum fyrirvara. Er það eftir að ríkisstjórn Bandaríkjanna felldi úr gildi landvistarleyfi fyrir nemendur skólans og meinaði skólanum að taka móti nýjum erlendum nemendum. Erlent 22.5.2025 21:33 Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Ríkisstjórn Donalds Trump, tilkynnti forsvarsmönnum Harvard háskólans í dag að heimild skólans til að taka við nemendum erlendis frá hefði verið felld úr gildi. Þessu var hótað í síðasta mánuði en Trump og hans fólk hafa gengið hart fram gegn skólanum og öðrum í Bandaríkjunum. Erlent 22.5.2025 19:48 Kim „loksins“ útskrifuð Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er útskrifuð eftir sex ár í lögfræðinámi. Kim fagnaði áfanganum með nánustu fjölskyldu og vinum í garðinum heima hjá sér í Beverly Hills í gær. Lífið 22.5.2025 14:54 Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Lítil flugvél brotlenti í íbúðahverfi í San Diego í Kaliforníu í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í á öðrum tug húsa. Ekki er ljóst enn hvort einhver hafi farist. Erlent 22.5.2025 14:37 Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. Erlent 22.5.2025 12:22 Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Tveir starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington höfuðborg Bandaríkjanna voru skotnir til bana í gærkvöldi fyrir utan Gyðingasafnið í borginni. Erlent 22.5.2025 06:41 Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögregluþjónar sem fóru húsavillt í útkalli og skutu mann til bana, hafi ekki brotið af sér í starfi. Þrír lögregluþjónar skutu mann sem kom til dyra seint að kvöldi til með skammbyssu í hendinni og skutu einnig að eiginkonu hans. Erlent 21.5.2025 23:44 Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. Erlent 21.5.2025 22:37 Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, missti stjórn á skapi sínu á átakasömum blaðamannafundi með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku í Hvíta húsinu í dag. Þar hélt Trump því fram að verið væri að myrða hvíta bændur í massavís og að morðingjarnir kæmust upp með það og lét kollega sinn horfa á myndband sem átti að styðja við falskar yfirlýsingar hans. Erlent 21.5.2025 19:01 Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. Erlent 20.5.2025 23:48 Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Forsvarsmenn Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA) vara við því í nýrri skýrslu að miklar sviptingar gætu verið í vændum meðal stærstu glæpasamtaka Mexíkó. Synir hins víðfræga Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“, sem hafa háð blóðuga baráttu um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum, eru sagðir hafa gert bandalag við næst stærstu glæpasamtök landsins. Erlent 20.5.2025 22:40 Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga úr fjárútlátum sínum til stjórnmálamanna og vegna málefna sem honum eru hugfangin. Hann segist búinn að gera nóg, í bili. Erlent 20.5.2025 20:33 Staupasteinsstjarna er látin George Wendt, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn drykkfengna Norm Peterson í gamanþáttunum Staupasteinn, eða Cheers, er látinn. Hann lést í svefni á heimili sínu í morgun en hann var 76 ára gamall. Bíó og sjónvarp 20.5.2025 20:18 Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. Erlent 20.5.2025 14:24 Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Samtök sem veita verðlaun fyrir fréttaljósmynd ársins hafa ákveðið af fjarlægja nafn ljósmyndara sem hlaut verðlaunin fyrir heimsfræga mynd af börnum að flýja napalmárás í Víetnamstríðinu. Nýleg heimildamynd hefur vakið upp spurningar um hver raunverulegur höfundur myndarinnar er. Erlent 20.5.2025 09:06 Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Söngkonan Dawn Richard sagði í dómsal í dag að tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefði hótað því að myrða hana. Það myndi hann gera ef hún segði einhverjum frá því að hún hefði séð hann ganga í skrokk á Casöndru Venture eða „Cassie“, fyrrverandi kærustu hans til langs tíma. Erlent 19.5.2025 23:38 Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Margföld umframeftirspurn var í hlutabréfaútboði Alvotech í Stokkhólmi í morgun. Róbert Wessman forstjóri félagsins segir rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum líkt og Trump hefur boðað. Viðskipti innlent 19.5.2025 20:25 „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Bæði Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, segja rúmlega tveggja klukkustunda símtal þeirra hafa gengið vel. Trump, sem segir að tónn símtalsins og andi „frábær“ segir að Rússar og Úkraínumenn muni hefja viðræður um mögulegt vopnahlé og svo í kjölfarið frið. Mögulegt er að þær viðræður fari fram í Vatíkaninu. Erlent 19.5.2025 19:26 Svanhildur Hólm fór holu í höggi Versta martröð Loga Bergmann raungerðist. Svanhildur Hólm Valsdóttir sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og eiginkona Loga, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi. Lífið 19.5.2025 15:37 Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi Ísraelsk-rússneski ökuþórinn og nýliðinn Robert Shwartzman kom öllum að óvörum þegar hann náði ráspól fyrir Indianapolis 500-kappaksturinn í tímatökum í gær. Þetta er jafnframt í fyrsta skiptið sem Prema-lið hans tekur þátt í þessum stærsta kappakstri í heimi. Sport 19.5.2025 11:48 Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Háskóli Íslands ætti að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa til að lyfta upp rannsóknum, kennslu og nýsköpun, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fjöldi bandarískra vísindamanna leitar nú að vinnu erlendis vegna stórfellds niðurskurðar í vísindarannsóknum og störfum vestanhafs. Innlent 19.5.2025 10:28 Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Donald Trump segist sorgmæddur yfir krabbameinsgreiningu Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og sendir hann Biden-fjölskyldunni hlýjar kveðjur. Erlent 18.5.2025 22:48 Joe Biden með krabbamein Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greindist á föstudag með illkynja krabbamein í blöðruhálskirtli. Erlent 18.5.2025 20:14 Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Seglskipi mexíkóska sjóhersins var siglt á hina sögufrægu Brooklyn-brú í New York í Bandaríkjunum seint í gærkvöldi. Tveir létust og nítján særðust í slysinu. Af þeim nítján eru tveir sagðir í lífshættu. Erlent 18.5.2025 08:07 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sigursælasta liðið í sögu Indianapolis 500-kappakstursins rak forseta sinn og tvo aðra háttsetta stjórnendur eftir að tveir bílar þess reyndust ólöglegir í tímatökum um síðustu helgi. Eigandi liðsins er jafnframt eigandi kappakstursins og hefur uppákoman vakið upp spurningar um hagsmunaárekstra. Sport 23.5.2025 15:18
Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Bandaríkjaforseti hótaði því að leggja fimmtíu prósent innflutningstoll á vörur frá Evrópusambandinu og 25 prósent toll á Apple-vörur í samfélagsmiðlafærslum í dag. Hann segir hvorki ganga né reka í viðræðum við ESB um viðskipti. Viðskipti erlent 23.5.2025 13:48
Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi. Erlent 23.5.2025 12:02
Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að skjóta tvo starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington-borg í Bandaríkjunum til bana að yfirlögðu ráði. Hann sagði lögreglu að hann hefði drepið fólki fyrir Palestínu og Gasa. Erlent 23.5.2025 11:20
Á spítala eftir samfarir við 583 menn Ástralska OnlyFans-stjarnan Annie Knight var lögð inn á sjúkrahús fyrr í vikunni eftir að hafa tekið þátt í kynlífstilraun þar sem hún stundaði samfarir með 583 karlmönnum á aðeins sex klukkustundum. Knight greindi frá líðan sinni á Instagram í gær. Lífið 23.5.2025 10:29
Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka. Erlent 22.5.2025 23:23
Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Íslendingur sem nam við Harvard háskóla og vinnur nú í Bandaríkjunum á hefðbundnum landvistarleyfi fyrir námsmenn, gæti þurft að yfirgefa landið með stuttum fyrirvara. Er það eftir að ríkisstjórn Bandaríkjanna felldi úr gildi landvistarleyfi fyrir nemendur skólans og meinaði skólanum að taka móti nýjum erlendum nemendum. Erlent 22.5.2025 21:33
Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Ríkisstjórn Donalds Trump, tilkynnti forsvarsmönnum Harvard háskólans í dag að heimild skólans til að taka við nemendum erlendis frá hefði verið felld úr gildi. Þessu var hótað í síðasta mánuði en Trump og hans fólk hafa gengið hart fram gegn skólanum og öðrum í Bandaríkjunum. Erlent 22.5.2025 19:48
Kim „loksins“ útskrifuð Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er útskrifuð eftir sex ár í lögfræðinámi. Kim fagnaði áfanganum með nánustu fjölskyldu og vinum í garðinum heima hjá sér í Beverly Hills í gær. Lífið 22.5.2025 14:54
Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Lítil flugvél brotlenti í íbúðahverfi í San Diego í Kaliforníu í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í á öðrum tug húsa. Ekki er ljóst enn hvort einhver hafi farist. Erlent 22.5.2025 14:37
Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. Erlent 22.5.2025 12:22
Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Tveir starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington höfuðborg Bandaríkjanna voru skotnir til bana í gærkvöldi fyrir utan Gyðingasafnið í borginni. Erlent 22.5.2025 06:41
Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögregluþjónar sem fóru húsavillt í útkalli og skutu mann til bana, hafi ekki brotið af sér í starfi. Þrír lögregluþjónar skutu mann sem kom til dyra seint að kvöldi til með skammbyssu í hendinni og skutu einnig að eiginkonu hans. Erlent 21.5.2025 23:44
Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. Erlent 21.5.2025 22:37
Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, missti stjórn á skapi sínu á átakasömum blaðamannafundi með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku í Hvíta húsinu í dag. Þar hélt Trump því fram að verið væri að myrða hvíta bændur í massavís og að morðingjarnir kæmust upp með það og lét kollega sinn horfa á myndband sem átti að styðja við falskar yfirlýsingar hans. Erlent 21.5.2025 19:01
Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. Erlent 20.5.2025 23:48
Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Forsvarsmenn Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA) vara við því í nýrri skýrslu að miklar sviptingar gætu verið í vændum meðal stærstu glæpasamtaka Mexíkó. Synir hins víðfræga Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“, sem hafa háð blóðuga baráttu um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum, eru sagðir hafa gert bandalag við næst stærstu glæpasamtök landsins. Erlent 20.5.2025 22:40
Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga úr fjárútlátum sínum til stjórnmálamanna og vegna málefna sem honum eru hugfangin. Hann segist búinn að gera nóg, í bili. Erlent 20.5.2025 20:33
Staupasteinsstjarna er látin George Wendt, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn drykkfengna Norm Peterson í gamanþáttunum Staupasteinn, eða Cheers, er látinn. Hann lést í svefni á heimili sínu í morgun en hann var 76 ára gamall. Bíó og sjónvarp 20.5.2025 20:18
Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. Erlent 20.5.2025 14:24
Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Samtök sem veita verðlaun fyrir fréttaljósmynd ársins hafa ákveðið af fjarlægja nafn ljósmyndara sem hlaut verðlaunin fyrir heimsfræga mynd af börnum að flýja napalmárás í Víetnamstríðinu. Nýleg heimildamynd hefur vakið upp spurningar um hver raunverulegur höfundur myndarinnar er. Erlent 20.5.2025 09:06
Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Söngkonan Dawn Richard sagði í dómsal í dag að tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefði hótað því að myrða hana. Það myndi hann gera ef hún segði einhverjum frá því að hún hefði séð hann ganga í skrokk á Casöndru Venture eða „Cassie“, fyrrverandi kærustu hans til langs tíma. Erlent 19.5.2025 23:38
Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Margföld umframeftirspurn var í hlutabréfaútboði Alvotech í Stokkhólmi í morgun. Róbert Wessman forstjóri félagsins segir rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum líkt og Trump hefur boðað. Viðskipti innlent 19.5.2025 20:25
„Frábært“ símtal en án niðurstöðu Bæði Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, segja rúmlega tveggja klukkustunda símtal þeirra hafa gengið vel. Trump, sem segir að tónn símtalsins og andi „frábær“ segir að Rússar og Úkraínumenn muni hefja viðræður um mögulegt vopnahlé og svo í kjölfarið frið. Mögulegt er að þær viðræður fari fram í Vatíkaninu. Erlent 19.5.2025 19:26
Svanhildur Hólm fór holu í höggi Versta martröð Loga Bergmann raungerðist. Svanhildur Hólm Valsdóttir sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og eiginkona Loga, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi. Lífið 19.5.2025 15:37
Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi Ísraelsk-rússneski ökuþórinn og nýliðinn Robert Shwartzman kom öllum að óvörum þegar hann náði ráspól fyrir Indianapolis 500-kappaksturinn í tímatökum í gær. Þetta er jafnframt í fyrsta skiptið sem Prema-lið hans tekur þátt í þessum stærsta kappakstri í heimi. Sport 19.5.2025 11:48
Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Háskóli Íslands ætti að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa til að lyfta upp rannsóknum, kennslu og nýsköpun, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fjöldi bandarískra vísindamanna leitar nú að vinnu erlendis vegna stórfellds niðurskurðar í vísindarannsóknum og störfum vestanhafs. Innlent 19.5.2025 10:28
Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Donald Trump segist sorgmæddur yfir krabbameinsgreiningu Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og sendir hann Biden-fjölskyldunni hlýjar kveðjur. Erlent 18.5.2025 22:48
Joe Biden með krabbamein Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greindist á föstudag með illkynja krabbamein í blöðruhálskirtli. Erlent 18.5.2025 20:14
Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Seglskipi mexíkóska sjóhersins var siglt á hina sögufrægu Brooklyn-brú í New York í Bandaríkjunum seint í gærkvöldi. Tveir létust og nítján særðust í slysinu. Af þeim nítján eru tveir sagðir í lífshættu. Erlent 18.5.2025 08:07