Bandaríkin Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Að minnsta kosti 120 manns, flestir lögreglumenn, slösuðust þegar þúsundir gengu fylktu liði um Mexíkóborg í gær til að mótmæla ríkisstjórn Claudiu Sheinbaum, forseta Mexíkó, og ofbeldisfullum glæpum. Tuttugu voru handtekin á mótmælunum fyrir rán og líkamsárás samkvæmt frétt BBC. Erlent 16.11.2025 09:15 Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Marjorie Taylor Greene, sem var lengi einn helsti bandamaður og stuðningsmaður Donald Trump og MAGA-hreyfingarinnar, sagði í gær að einkarekið öryggisfyritæki hefði haft samband við sig „með viðvörunum um öryggi hennar“ eftir að Trump tilkynnti á föstudag að hann drægi til baka stuðning sinn við þingkonuna frá Georgíu. Erlent 16.11.2025 08:14 „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ „Ég er ekki bara að lifa mínu besta lífi í einni líflegustu borg heims heldur er ég líka að stunda krefjandi nám við eina helstu menntastofnun heims,“ segir hinn 25 ára gamli Sturlaugur Sigurðsson sem lét drauminn rætast í haust og fluttist vestur um höf til New York borgar. Stulli, sem er alinn upp á Egilsstöðum, stundar nú nám við eina virtustu menntastofnun í heimi, Columbia háskólann, og nýtur fjölbreyttra hliða lífsins úti. Lífið 16.11.2025 07:02 Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti blaðamönnum í gær að hann hyggst lögsækja breska ríkisútvarpið þrátt fyrir að forsvarsmenn þess hafi beðist afsökunar á klippingu fréttaskýringarþáttarins Panorama þar sem ræða hans er klippt í því skyni að breyta skilaboðum forsetans. Hann hótar lögsókn upp á milljarð dala. Erlent 15.11.2025 10:35 Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað tilskipun um að ýmsar matvörur, þar á meðal kaffi, bananar og nautakjöt, verði undanskildar víðtækum tollum hans. Viðskipti erlent 15.11.2025 08:02 Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sautján ára stúlka sem bjó að hluta til í skýli fyrir heimilislausa í Flórída og vann á McDonalds endaði á því að spila stóra rullu í falli fyrrverandi þingmannsins Matt Gaetz, sem Donald Trump, forseti, tilnefndi í embætti dómsmálaráðherra. Gaetz var sakaður um að hafa haft mök við stúlkuna og var til rannsóknar hjá dómsmálaráðuneytinu. Erlent 14.11.2025 14:26 Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Forsvarsmenn þriggja af stærstu skemmtanaafurðafyrirtækjum Bandaríkjanna eru sagðir undirbúa kauptilboð í Warner Bros. Discovery. Fresturinn til að leggja fram tilboð í félagið rennur út þann 20. nóvember en stjórn Warner lýsti því yfir að félagið væri til sölu í heild sinni en einnig væri unnið að því að skipta því upp í tvo hluta. Viðskipti erlent 14.11.2025 12:05 Æstur aðdáandi óð í Grande Ástralskur aðdáandi óð upp að söng- og leikkonunni Ariönu Grande og tók utan um hana í Singapore í gær. Cynthia Erivo, mótleikkona Grande, kom henni til varnar og ýtti manninum frá áður en hann var fjarlægður af vettvangi. Maðurinn gerir markvisst út á það að ryðjast upp á svið til tónlistarmanna eða inn á íþróttaviðburði. Bíó og sjónvarp 14.11.2025 10:50 Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Þungvopnaðir útsendarar Landamæragæslu Bandaríkjanna og Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) sigu úr herþyrlu á þak fjölbýlishúss í Chicago. Hús þetta átti að vera fullt af alræmdum glæpamönnum úr genginu Tren de Aragua frá Venesúela og voru íbúar dregnir út úr rúmum sínum, handjárnaðir og fluttir út á götu fyrir framan sjónvarpsfréttafólk sem hafði verið boðið að fylgjast með áhlaupinu. Erlent 14.11.2025 10:02 Vilja ekki feita innflytjendur Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað starfsmönnum sendiráða ríkisins að taka tillit til holdafars fólks sem sækir um vegabréfsáritun til að búa í Bandaríkjunum. Einnig á að taka tillit til þess hvort fólk sé með sykursýki eða aðra heilsukvilla og nota þá til að hafna umsóknum fólks. Erlent 14.11.2025 08:44 Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Embættismenn innan varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna eru sagðir uggandi yfir sölu F-35 herþota til Sádi Arabaíu, þar sem líkur séu á að Kínverjar gætu nýtt sér tækifærið til að komast yfir tæknina sem vélarnar byggja á. Erlent 14.11.2025 07:43 BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Breska ríkisútvarpið hefur nú beðið Donald Trump Bandaríkjaforseta formlega afsökunar á því að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum úr ræðu hans þann 6. janúar 2021 í fréttaskýringaþættinum Panorama með þeim afleiðingum að á forsetanum mátti skilja að hann væri að hvetja til árása á þinghús Bandaríkjanna með beinum hætti. Erlent 14.11.2025 07:35 „Ég er sá sem getur fellt hann“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku. Erlent 13.11.2025 11:03 Alríki fjármagnað út janúar 2026 Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í nótt nýtt frumvarp um fjármögnun alríkisins, hvers starfsemi hefur verið lömuð í yfir fjörtíu daga. Erlent 13.11.2025 07:46 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skyldu til að höfða mál gegn BBC vegna þess hvernig ræða hans 6. janúar 2021 var klippt í þætti ríkisútvarpsins. Hótunin um lögsókn þykir til marks um að herferð forsetans gegn fjölmiðlum og fyrirtækjum sem þóknast honum ekki sé nú komin út fyrir landsteinana. Þó nokkrir fjölmiðlar og fyrirtæki vestanhafs hafa lúffað fyrir honum og jafnvel greitt fúlgur fjár í sjóði sem tengjast honum. Erlent 12.11.2025 23:01 Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Bandaríkjamenn vörpuðu ekki eingöngu sprengjum og fallhlífarhermönnum úr háloftunum yfir Afganistan á þeim tuttugu árum sem stríðið gegn Talibönum og al-Qaeda stóð yfir. Útsendarar Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, vörpuðu einnig reglulega milljónum valmúafræja á akra landsins, með því markmiði að draga úr heróínframleiðslu. Erlent 12.11.2025 16:42 Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Í áður óbirtum tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi Ghislaine Maxwell árið 2011, velti hann vöngum yfir því af hverju Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hafi aldrei verið nefndur á nafn í þeim rannsóknum sem beindust að Epstein. Hann sagði að Trump hefði varið mörgum klukkutímum með konu sem Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skilgreina sem eitt af fórnarlömbum Epsteins. Erlent 12.11.2025 14:43 Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Stærsta flugmóðurskip heims er nú komið til Karíbahafsins og bætir þar verulega við þann herafla Bandaríkjamanna sem Donald Trump, forseti, hefur áður sent á svæðið. Yfirvöld í Venesúela boða heræfingar vegna aukinnar hernaðaruppbyggingar Bandaríkjamanna. Erlent 12.11.2025 10:06 Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lögreglan mætti tvisvar óboðin í sjötugsafmæli raunveruleikastjörnunnar Kris Jenner. Bæði barst fjöldi kvartana yfir hávaða frá nágrönnum og svo hafði Jenner teppt götuna með plastrunnum án heimildar. Lífið 11.11.2025 15:42 Leikkonan Sally Kirkland er látin Bandaríska leikkonan Sally Kirkland, sem vann til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Anna frá árinu 1987, er látin. Hún varð 84 ára gömul. Lífið 11.11.2025 14:29 Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Ráðamenn í Kína leita leiða til að koma í veg fyrir að sjaldgæfir málmar og afurðir úr þeim rati til bandarískrar hergagnaframleiðslu. Það er eftir að Xi Jinping og Donald Trump, forsetar ríkjanna, gerðu samkomulag í síðasta mánuði um að Kínverjar opnuðu aftur á flæði sjaldgæfra málma til Bandaríkjanna, eftir að hafa stöðvað það nánast alfarið. Viðskipti erlent 11.11.2025 14:03 Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Allison Mack, sem dæmd var í þriggja ára fangelsi fyrir aðkomu hennar að kynlífs-sértrúarsöfnuðinum Nxivm, (borið fram Nexium) hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að söfnuðinum, hvernig hún plataði aðrar konur til að taka þátt og dóm sinn. Í nýrri sjö þátta hlaðvarpsseríu segist Mack ekki álíta sjálfa sig saklausa. Hún hafi treyst Keith Raniere, leiðtoga söfnuðarins, fullkomlega. Hún var hluti af söfnuðinum í tólf ár. Erlent 11.11.2025 12:07 Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Bandaríkjaforseti hefur hótað breska ríkisútvarpinu lögsókn upp á milljarð dollara fyrir að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum. Forstöðumaður og fréttastjóri miðilsins hafa þegar sagt af sér vegna málsins. Erlent 10.11.2025 23:20 Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Margir þingmenn Demókrataflokksins í báðum deildum þings virðast mjög ósáttir við nokkra kollega sína í öldungadeildinni sem greiddu í gær atkvæði með fjárlagafrumvarpi Repúblikana. Atkvæðin gætu leitt til þess að rekstur alríkisins vestanhafs hefjist á nýjan leik en án þess þó að Demókratar fái nokkuð fyrir mótmælin undanfarinn 41 dag. Erlent 10.11.2025 16:45 Kim féll Kim Kardashian féll nýverið á prófi til lögmannsréttinda í Kaliforníuríki. Hún hyggst þó ekki gefast upp enda þekkt fyrir þrautseigju eins og sýndi sig þegar hún náði prófi fyrsta árs laganema í fjórðu tilraun og kláraði lögfræðinám á sex árum. Lífið 10.11.2025 15:48 Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna höfnuðu í dag að taka fyrir dómsmál sem ætlað var að fella úr gildi stjórnarskrárbundinn rétt Bandaríkjamanna til að giftast manneskju af sama kyni. Málið á rætur að rekja allt til ársins 2015 þegar sýsluritari í Kentucky neitaði að veita samkynhneigðum pörum giftingarleyfi. Erlent 10.11.2025 15:47 Sögð ætla að leita á náðir Trumps Ghislaine Maxwell ætlar að biðja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að milda dóm hennar og sleppa henni úr fangelsi. Að óbreyttu á hún að sitja inni til loka ársins 2037 en Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hafa sent Trump bréf og sagt honum að þetta standi til. Erlent 10.11.2025 12:22 Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Leikarinn Jeremy Renner hefur hótað kvikmyndagerðarkonunni Yi Zhou með lögsókn. Ástæðan er ásakanir Zhou um að Renner hafi sent henni óumbeðnar dónamyndir og hótað því að siga landamæraeftirlitinu á hana. Renner segir þveröfugt farið, hún hafi herjað á hann og sent honum urmul óviðeigandi skilaboða. Bíó og sjónvarp 10.11.2025 11:31 Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Saksóknarar skoða hvort ákæra eigi mann sem skaut hreingerningakonu sem hafði farið húsavillt til bana. Konan var ásamt eiginmanni sínum að þrífa hús í Whitestown í Indianapolis Í Bandaríkjunum í síðustu viku, þegar þau fóru húsavillt og var hún skotin í gegnum útidyr sem hún var að reyna að opna með röngum lykli. Erlent 10.11.2025 11:22 Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur náðað yfir 75 einstaklinga sem voru sagðir hafa átt þátt í aðgerðum til að freista þess að snúa niðurstöðum forsetakosninganna árið 2020. Erlent 10.11.2025 07:52 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Að minnsta kosti 120 manns, flestir lögreglumenn, slösuðust þegar þúsundir gengu fylktu liði um Mexíkóborg í gær til að mótmæla ríkisstjórn Claudiu Sheinbaum, forseta Mexíkó, og ofbeldisfullum glæpum. Tuttugu voru handtekin á mótmælunum fyrir rán og líkamsárás samkvæmt frétt BBC. Erlent 16.11.2025 09:15
Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Marjorie Taylor Greene, sem var lengi einn helsti bandamaður og stuðningsmaður Donald Trump og MAGA-hreyfingarinnar, sagði í gær að einkarekið öryggisfyritæki hefði haft samband við sig „með viðvörunum um öryggi hennar“ eftir að Trump tilkynnti á föstudag að hann drægi til baka stuðning sinn við þingkonuna frá Georgíu. Erlent 16.11.2025 08:14
„Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ „Ég er ekki bara að lifa mínu besta lífi í einni líflegustu borg heims heldur er ég líka að stunda krefjandi nám við eina helstu menntastofnun heims,“ segir hinn 25 ára gamli Sturlaugur Sigurðsson sem lét drauminn rætast í haust og fluttist vestur um höf til New York borgar. Stulli, sem er alinn upp á Egilsstöðum, stundar nú nám við eina virtustu menntastofnun í heimi, Columbia háskólann, og nýtur fjölbreyttra hliða lífsins úti. Lífið 16.11.2025 07:02
Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti blaðamönnum í gær að hann hyggst lögsækja breska ríkisútvarpið þrátt fyrir að forsvarsmenn þess hafi beðist afsökunar á klippingu fréttaskýringarþáttarins Panorama þar sem ræða hans er klippt í því skyni að breyta skilaboðum forsetans. Hann hótar lögsókn upp á milljarð dala. Erlent 15.11.2025 10:35
Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað tilskipun um að ýmsar matvörur, þar á meðal kaffi, bananar og nautakjöt, verði undanskildar víðtækum tollum hans. Viðskipti erlent 15.11.2025 08:02
Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sautján ára stúlka sem bjó að hluta til í skýli fyrir heimilislausa í Flórída og vann á McDonalds endaði á því að spila stóra rullu í falli fyrrverandi þingmannsins Matt Gaetz, sem Donald Trump, forseti, tilnefndi í embætti dómsmálaráðherra. Gaetz var sakaður um að hafa haft mök við stúlkuna og var til rannsóknar hjá dómsmálaráðuneytinu. Erlent 14.11.2025 14:26
Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Forsvarsmenn þriggja af stærstu skemmtanaafurðafyrirtækjum Bandaríkjanna eru sagðir undirbúa kauptilboð í Warner Bros. Discovery. Fresturinn til að leggja fram tilboð í félagið rennur út þann 20. nóvember en stjórn Warner lýsti því yfir að félagið væri til sölu í heild sinni en einnig væri unnið að því að skipta því upp í tvo hluta. Viðskipti erlent 14.11.2025 12:05
Æstur aðdáandi óð í Grande Ástralskur aðdáandi óð upp að söng- og leikkonunni Ariönu Grande og tók utan um hana í Singapore í gær. Cynthia Erivo, mótleikkona Grande, kom henni til varnar og ýtti manninum frá áður en hann var fjarlægður af vettvangi. Maðurinn gerir markvisst út á það að ryðjast upp á svið til tónlistarmanna eða inn á íþróttaviðburði. Bíó og sjónvarp 14.11.2025 10:50
Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Þungvopnaðir útsendarar Landamæragæslu Bandaríkjanna og Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) sigu úr herþyrlu á þak fjölbýlishúss í Chicago. Hús þetta átti að vera fullt af alræmdum glæpamönnum úr genginu Tren de Aragua frá Venesúela og voru íbúar dregnir út úr rúmum sínum, handjárnaðir og fluttir út á götu fyrir framan sjónvarpsfréttafólk sem hafði verið boðið að fylgjast með áhlaupinu. Erlent 14.11.2025 10:02
Vilja ekki feita innflytjendur Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað starfsmönnum sendiráða ríkisins að taka tillit til holdafars fólks sem sækir um vegabréfsáritun til að búa í Bandaríkjunum. Einnig á að taka tillit til þess hvort fólk sé með sykursýki eða aðra heilsukvilla og nota þá til að hafna umsóknum fólks. Erlent 14.11.2025 08:44
Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Embættismenn innan varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna eru sagðir uggandi yfir sölu F-35 herþota til Sádi Arabaíu, þar sem líkur séu á að Kínverjar gætu nýtt sér tækifærið til að komast yfir tæknina sem vélarnar byggja á. Erlent 14.11.2025 07:43
BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Breska ríkisútvarpið hefur nú beðið Donald Trump Bandaríkjaforseta formlega afsökunar á því að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum úr ræðu hans þann 6. janúar 2021 í fréttaskýringaþættinum Panorama með þeim afleiðingum að á forsetanum mátti skilja að hann væri að hvetja til árása á þinghús Bandaríkjanna með beinum hætti. Erlent 14.11.2025 07:35
„Ég er sá sem getur fellt hann“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku. Erlent 13.11.2025 11:03
Alríki fjármagnað út janúar 2026 Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í nótt nýtt frumvarp um fjármögnun alríkisins, hvers starfsemi hefur verið lömuð í yfir fjörtíu daga. Erlent 13.11.2025 07:46
Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skyldu til að höfða mál gegn BBC vegna þess hvernig ræða hans 6. janúar 2021 var klippt í þætti ríkisútvarpsins. Hótunin um lögsókn þykir til marks um að herferð forsetans gegn fjölmiðlum og fyrirtækjum sem þóknast honum ekki sé nú komin út fyrir landsteinana. Þó nokkrir fjölmiðlar og fyrirtæki vestanhafs hafa lúffað fyrir honum og jafnvel greitt fúlgur fjár í sjóði sem tengjast honum. Erlent 12.11.2025 23:01
Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Bandaríkjamenn vörpuðu ekki eingöngu sprengjum og fallhlífarhermönnum úr háloftunum yfir Afganistan á þeim tuttugu árum sem stríðið gegn Talibönum og al-Qaeda stóð yfir. Útsendarar Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, vörpuðu einnig reglulega milljónum valmúafræja á akra landsins, með því markmiði að draga úr heróínframleiðslu. Erlent 12.11.2025 16:42
Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Í áður óbirtum tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi Ghislaine Maxwell árið 2011, velti hann vöngum yfir því af hverju Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hafi aldrei verið nefndur á nafn í þeim rannsóknum sem beindust að Epstein. Hann sagði að Trump hefði varið mörgum klukkutímum með konu sem Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skilgreina sem eitt af fórnarlömbum Epsteins. Erlent 12.11.2025 14:43
Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Stærsta flugmóðurskip heims er nú komið til Karíbahafsins og bætir þar verulega við þann herafla Bandaríkjamanna sem Donald Trump, forseti, hefur áður sent á svæðið. Yfirvöld í Venesúela boða heræfingar vegna aukinnar hernaðaruppbyggingar Bandaríkjamanna. Erlent 12.11.2025 10:06
Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lögreglan mætti tvisvar óboðin í sjötugsafmæli raunveruleikastjörnunnar Kris Jenner. Bæði barst fjöldi kvartana yfir hávaða frá nágrönnum og svo hafði Jenner teppt götuna með plastrunnum án heimildar. Lífið 11.11.2025 15:42
Leikkonan Sally Kirkland er látin Bandaríska leikkonan Sally Kirkland, sem vann til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Anna frá árinu 1987, er látin. Hún varð 84 ára gömul. Lífið 11.11.2025 14:29
Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Ráðamenn í Kína leita leiða til að koma í veg fyrir að sjaldgæfir málmar og afurðir úr þeim rati til bandarískrar hergagnaframleiðslu. Það er eftir að Xi Jinping og Donald Trump, forsetar ríkjanna, gerðu samkomulag í síðasta mánuði um að Kínverjar opnuðu aftur á flæði sjaldgæfra málma til Bandaríkjanna, eftir að hafa stöðvað það nánast alfarið. Viðskipti erlent 11.11.2025 14:03
Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Allison Mack, sem dæmd var í þriggja ára fangelsi fyrir aðkomu hennar að kynlífs-sértrúarsöfnuðinum Nxivm, (borið fram Nexium) hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að söfnuðinum, hvernig hún plataði aðrar konur til að taka þátt og dóm sinn. Í nýrri sjö þátta hlaðvarpsseríu segist Mack ekki álíta sjálfa sig saklausa. Hún hafi treyst Keith Raniere, leiðtoga söfnuðarins, fullkomlega. Hún var hluti af söfnuðinum í tólf ár. Erlent 11.11.2025 12:07
Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Bandaríkjaforseti hefur hótað breska ríkisútvarpinu lögsókn upp á milljarð dollara fyrir að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum. Forstöðumaður og fréttastjóri miðilsins hafa þegar sagt af sér vegna málsins. Erlent 10.11.2025 23:20
Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Margir þingmenn Demókrataflokksins í báðum deildum þings virðast mjög ósáttir við nokkra kollega sína í öldungadeildinni sem greiddu í gær atkvæði með fjárlagafrumvarpi Repúblikana. Atkvæðin gætu leitt til þess að rekstur alríkisins vestanhafs hefjist á nýjan leik en án þess þó að Demókratar fái nokkuð fyrir mótmælin undanfarinn 41 dag. Erlent 10.11.2025 16:45
Kim féll Kim Kardashian féll nýverið á prófi til lögmannsréttinda í Kaliforníuríki. Hún hyggst þó ekki gefast upp enda þekkt fyrir þrautseigju eins og sýndi sig þegar hún náði prófi fyrsta árs laganema í fjórðu tilraun og kláraði lögfræðinám á sex árum. Lífið 10.11.2025 15:48
Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna höfnuðu í dag að taka fyrir dómsmál sem ætlað var að fella úr gildi stjórnarskrárbundinn rétt Bandaríkjamanna til að giftast manneskju af sama kyni. Málið á rætur að rekja allt til ársins 2015 þegar sýsluritari í Kentucky neitaði að veita samkynhneigðum pörum giftingarleyfi. Erlent 10.11.2025 15:47
Sögð ætla að leita á náðir Trumps Ghislaine Maxwell ætlar að biðja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að milda dóm hennar og sleppa henni úr fangelsi. Að óbreyttu á hún að sitja inni til loka ársins 2037 en Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hafa sent Trump bréf og sagt honum að þetta standi til. Erlent 10.11.2025 12:22
Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Leikarinn Jeremy Renner hefur hótað kvikmyndagerðarkonunni Yi Zhou með lögsókn. Ástæðan er ásakanir Zhou um að Renner hafi sent henni óumbeðnar dónamyndir og hótað því að siga landamæraeftirlitinu á hana. Renner segir þveröfugt farið, hún hafi herjað á hann og sent honum urmul óviðeigandi skilaboða. Bíó og sjónvarp 10.11.2025 11:31
Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Saksóknarar skoða hvort ákæra eigi mann sem skaut hreingerningakonu sem hafði farið húsavillt til bana. Konan var ásamt eiginmanni sínum að þrífa hús í Whitestown í Indianapolis Í Bandaríkjunum í síðustu viku, þegar þau fóru húsavillt og var hún skotin í gegnum útidyr sem hún var að reyna að opna með röngum lykli. Erlent 10.11.2025 11:22
Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur náðað yfir 75 einstaklinga sem voru sagðir hafa átt þátt í aðgerðum til að freista þess að snúa niðurstöðum forsetakosninganna árið 2020. Erlent 10.11.2025 07:52