Íslenski boltinn

Ída Marín skrifar undir tveggja ára samning við Val

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ída í leik með Fylki í sumar.
Ída í leik með Fylki í sumar.
Ída Marín Hermannsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val en þetta var staðfest í dag.Ída Marín er sautján ára gömul og hefur leikið með Fylki allan sinn feril en hún á að baki 48 leiki í meistaraflokki og ellefu mörk.Á síðustu leiktíð skoraði hún sjö mörk í átján leikjum fyrir nýliða Fylkis en einnig hefur hún verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands.Það má með sönnu segja að Ída Marín sé af fótboltakyni en hún er dóttir Hermanns Hreiðarssonar og Rögnu Lóu Stefánsdóttur sem voru bæði afbragðs knattspyrnufólk.Valur varð Íslandsmeistari í sumar undir stjórn Péturs Péturssonar og er nú þegar byrjað að bæta í leikmannahópinn fyrir næstu leiktíð.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.