Enski boltinn

De Gea missir af leiknum við Liverpool

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
David de Gea hafði spilað mjög vel fyrir Spánverja áður en hann neyddist til að fara af velli
David de Gea hafði spilað mjög vel fyrir Spánverja áður en hann neyddist til að fara af velli vísir/getty

David de Gea mun ekki spila stórleik Manchester United og Liverpool um helgina vegna meiðsla. Paul Pogba hefur heldur ekki náð heilsu.

Sky Sports greinir frá þessu í dag, en de Gea fór meiddur af velli í leik Spánverja og Svía í undankeppni EM 2020.

Hann meiddist á nára við að hreinsa boltann og var sárkvalinn.

Pogba hefur verið að glíma við meiðsli síðustu vikur og var ekki í landsliðshópi Frakka fyrir leikina við Ísland og Tyrkland.

Leikur Manchester United og Liverpool fer fram á sunnudag en Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.