Erdogan fleygði „harðjaxlabréfi“ Trumps beint í ruslið Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. október 2019 10:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Mynd/Samsett Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands fleygði bréfi sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi honum vegna innrásar Tyrkja í Sýrland „beint í ruslið“. Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf, þar sem Trump biðlar til Erdogans um að vera hvorki „harðjaxl“ né „flón“, hefur vakið mikla athygli og undran eftir að það var birt í gær. Bréfið er dagsett 9. október, undirritað af Trump og stílað á Erdogan. Tyrkir hófu innrás í Sýrland sama dag og hafa átök milli Tyrkja og Kúrda stigmagnast á svæðinu síðan. Í bréfinu leggur Trump það til við Erdogan að þeir „geri með sér góðan samning“. „Þú vilt ekki bera ábyrgð á því að hafa slátrað þúsundum manna og ég vil ekki vera ábyrgur fyrir því að gjöreyða tyrkneskum efnahag – og ég mun gera það,“ heldur Trump áfram. Þá bendir hann á að hann hafi þegar gefið Tyrkjum forsmekkinn af því hversu harður hann sé í horn að taka og vísar til þess þegar hann þvingaði þá til að láta bandaríska prestinn Andrew Brunson lausan í fyrra. Að lokum segir Trump að sagan verði Erdogan hliðholl, að því gefnu að hann leysi málið „á réttan og mannúðlegan hátt.“ Að öðrum kosti verði hann álitinn sjálfur djöfullinn, „ef góðir hlutir gerast ekki.“ „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón! Ég hringi í þig síðar.“ Afrit af bréfinu má sjá í tístinu hér að neðan.EXCLUSIVE: I have obtained a copy of @realDonaldTrump's letter to #Erdogan. @POTUS warns him to not “be a tough guy! Don't be a fool!” Says he could destroy Turkey's economy if #Syria is not resolved in a humane way. Details tonight at 8pm #TrishRegan #FoxBusiness pic.twitter.com/9BoSGlbRyt— Trish Regan (@trish_regan) October 16, 2019 Samkvæmt frétt BBC hafnaði Erdogan bréfinu alfarið þegar honum barst það og fleygði því raunar beint í ruslið. Þá er ljóst að Erdogan hunsaði algjörlega tilmæli Bandaríkjaforseta þann 9. október miðað við stöðu mála í Sýrlandi nú. Margir hafa furðað sig á bréfinu eftir að það var birt í gær. Þannig þykir orðalag bréfsins nokkuð á skjön við það sem tíðkast í opinberum samskiptum þjóðhöfðingja og einhverjir settu spurningamerki við það hvort bréfið væri yfir höfuð raunverulegt. Hvíta húsið hefur þó staðfest lögmæti bréfsins, líkt og fram kemur í tísti Katie Rogers, blaðamaður New York Times, hér að neðan.Felt the need to ask WH if this is actually real and it is. pic.twitter.com/bHyIFw6cvO— Katie Rogers (@katierogers) October 16, 2019 Erdogan mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa. Erdogan segir að Tyrkir óttist ekki hótanir Bandaríkjamanna um efnahagsþvinganir og þá komi ekki til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi. Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Óttast að Tyrkir fái sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í Lundúnum um helgina. 16. október 2019 12:30 Sýrlandsher hélt inn í Kobane Taka bæjarins gerir Tyrkjum erfiðara um vik við að koma upp sínu svokallaða öryggissvæði við landamærin að Tyrklandi eins og stefnt hefur verið að. 17. október 2019 09:23 Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands fleygði bréfi sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi honum vegna innrásar Tyrkja í Sýrland „beint í ruslið“. Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf, þar sem Trump biðlar til Erdogans um að vera hvorki „harðjaxl“ né „flón“, hefur vakið mikla athygli og undran eftir að það var birt í gær. Bréfið er dagsett 9. október, undirritað af Trump og stílað á Erdogan. Tyrkir hófu innrás í Sýrland sama dag og hafa átök milli Tyrkja og Kúrda stigmagnast á svæðinu síðan. Í bréfinu leggur Trump það til við Erdogan að þeir „geri með sér góðan samning“. „Þú vilt ekki bera ábyrgð á því að hafa slátrað þúsundum manna og ég vil ekki vera ábyrgur fyrir því að gjöreyða tyrkneskum efnahag – og ég mun gera það,“ heldur Trump áfram. Þá bendir hann á að hann hafi þegar gefið Tyrkjum forsmekkinn af því hversu harður hann sé í horn að taka og vísar til þess þegar hann þvingaði þá til að láta bandaríska prestinn Andrew Brunson lausan í fyrra. Að lokum segir Trump að sagan verði Erdogan hliðholl, að því gefnu að hann leysi málið „á réttan og mannúðlegan hátt.“ Að öðrum kosti verði hann álitinn sjálfur djöfullinn, „ef góðir hlutir gerast ekki.“ „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón! Ég hringi í þig síðar.“ Afrit af bréfinu má sjá í tístinu hér að neðan.EXCLUSIVE: I have obtained a copy of @realDonaldTrump's letter to #Erdogan. @POTUS warns him to not “be a tough guy! Don't be a fool!” Says he could destroy Turkey's economy if #Syria is not resolved in a humane way. Details tonight at 8pm #TrishRegan #FoxBusiness pic.twitter.com/9BoSGlbRyt— Trish Regan (@trish_regan) October 16, 2019 Samkvæmt frétt BBC hafnaði Erdogan bréfinu alfarið þegar honum barst það og fleygði því raunar beint í ruslið. Þá er ljóst að Erdogan hunsaði algjörlega tilmæli Bandaríkjaforseta þann 9. október miðað við stöðu mála í Sýrlandi nú. Margir hafa furðað sig á bréfinu eftir að það var birt í gær. Þannig þykir orðalag bréfsins nokkuð á skjön við það sem tíðkast í opinberum samskiptum þjóðhöfðingja og einhverjir settu spurningamerki við það hvort bréfið væri yfir höfuð raunverulegt. Hvíta húsið hefur þó staðfest lögmæti bréfsins, líkt og fram kemur í tísti Katie Rogers, blaðamaður New York Times, hér að neðan.Felt the need to ask WH if this is actually real and it is. pic.twitter.com/bHyIFw6cvO— Katie Rogers (@katierogers) October 16, 2019 Erdogan mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa. Erdogan segir að Tyrkir óttist ekki hótanir Bandaríkjamanna um efnahagsþvinganir og þá komi ekki til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi.
Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Óttast að Tyrkir fái sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í Lundúnum um helgina. 16. október 2019 12:30 Sýrlandsher hélt inn í Kobane Taka bæjarins gerir Tyrkjum erfiðara um vik við að koma upp sínu svokallaða öryggissvæði við landamærin að Tyrklandi eins og stefnt hefur verið að. 17. október 2019 09:23 Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Sjá meira
Óttast að Tyrkir fái sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í Lundúnum um helgina. 16. október 2019 12:30
Sýrlandsher hélt inn í Kobane Taka bæjarins gerir Tyrkjum erfiðara um vik við að koma upp sínu svokallaða öryggissvæði við landamærin að Tyrklandi eins og stefnt hefur verið að. 17. október 2019 09:23
Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00