Enski boltinn

Vonar að Sterling launi traustið í gegnum árin með því að spila illa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Raheem Sterling spilaði sinn fyrsta A-landsleik undir handleiðslu Roy Hodgson
Raheem Sterling spilaði sinn fyrsta A-landsleik undir handleiðslu Roy Hodgson vísir/getty
Roy Hodgson vonast eftir því að Raheem Sterling verði ekki of vondur við Crystal Palace á morgun afþví knattspyrnustjórinn hafi alltaf trúað á framherjann.

Englandsmeistarar Manchester City sækja Palace heim í ensku úrvalsdeildinni á morgun. City tapaði síðasta leik sínum fyrir landsleikjahléið og þarf að komast aftur á sigurbraut.

Hodgson er stjóri Palace í dag en hann var landsliðsþjálfarinn sem gaf Sterling tækifærið til þess að sanna sig í A-landsliði Englands.

„Hann var alltaf frábær miðjumaður og lagði sig mikið fram,“ sagði Hodgson.

„Gagnrýnin sem hann fékk á sig var of mikil fyrir minn smekk og athyglin sem hann fékk frá samfélagsmiðlum og á tímum fjölmiðlum tók af sjálfstraustinu hjá honum.“

„Það hefur verið mjög áhugavert að horfa á hann þroskast sem manneskju.“

„Öll sú ábyrgð sem er á honum, ekki bara sem leikmanni Manchester City heldur núna þegar hann hefur stigið fram sem talsmaður í baráttunni við kynþáttaníð. Ég hrósa honum mjög mikið og vona að hann launi mér það með því að spila mjög illa.“

Crystal Palace er í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar eftir að hafa unnið fjóra af síðustu sex leikjum sínum. Manchester City er í öðru sæti, átta stigum á eftir toppliði Liverpool.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.