Enski boltinn

Lampard ósáttur við franska landsliðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
N'Golo Kante
N'Golo Kante vísir/getty
Frank Lampard er ekki sáttur við franska landsliðið og læknateymi þess eftir hvernig meiðsli N'Golo Kante voru meðhöndluð.

Kante meiddist í upphitun á Laugardalsvelli á föstudag og gat ekki tekið þátt í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM 2020.

Miðjumaðurinn sat svo á bekknum á meðan Frakkar gerðu 1-1 jafntefli við Tyrki á mánudag.

„Það var ljóst að Kante var ekki tilbúinn til þess að spila á móti Tyrkjum og hann sat á bekknum. Það hefði verið hægt að gera þetta betur,“ sagði Lampard en meiðsli Kante koma í veg fyrir að hann geti spilað leik Chelsea og Newcastle í dag.

„Ég skil að þegar leikmaður er með landsliðinu þá er hann leikmaður þeirrar þjóðar, en ég vil alltaf reyna að hafa góð samskipti við landsliðsþjálfara.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×