Enski boltinn

Lampard ósáttur við franska landsliðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
N'Golo Kante
N'Golo Kante vísir/getty

Frank Lampard er ekki sáttur við franska landsliðið og læknateymi þess eftir hvernig meiðsli N'Golo Kante voru meðhöndluð.

Kante meiddist í upphitun á Laugardalsvelli á föstudag og gat ekki tekið þátt í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM 2020.

Miðjumaðurinn sat svo á bekknum á meðan Frakkar gerðu 1-1 jafntefli við Tyrki á mánudag.

„Það var ljóst að Kante var ekki tilbúinn til þess að spila á móti Tyrkjum og hann sat á bekknum. Það hefði verið hægt að gera þetta betur,“ sagði Lampard en meiðsli Kante koma í veg fyrir að hann geti spilað leik Chelsea og Newcastle í dag.

„Ég skil að þegar leikmaður er með landsliðinu þá er hann leikmaður þeirrar þjóðar, en ég vil alltaf reyna að hafa góð samskipti við landsliðsþjálfara.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.