Innlent

Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum

Heimir Már Pétursson skrifar
Björn Bjarnason var formaður nefndarinnar.
Björn Bjarnason var formaður nefndarinnar. Vísir/GVA
Nefnd sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, skipaði í ágúst í fyrra að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið skilaði skýrslu sinni í dag. Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra var formaður nefndarinnar en með honum sátu Kristrún Heimisdóttir og Bergþóra Halldórsdóttir, auk þess sem þau nutu aðstoðar íslenskra sérfræðinga og styðjast við viðtöl við á annað hundrað einstaklinga hér á landi og í öðrum ríkjum.

Í megindráttum komast þau að þeirri niðurstöðu að við aðildina að EES hafi íslenskt þjóðfélag tekið stakkaskiptum. „Að fara í samanburð á því sem var og er nú kallar á mun víðtækari úttekt á þróun íslensks samfélags en starfshópurinn hafði tök eða tíma til að gera. Raunar má draga í efa að þjóni nokkrum tilgangi að hverfa til veraldar sem var þegar breytingar eru jafnróttækar og hér er lýst,“segir m.a. í aðfararorðum Björns Bjarnasonar.

Markmið hópsins hafi ekki verið að setjast í dómarasæti um kosti og galla EES-samstarfsins heldur draga fram staðreyndir svo að lesendur skýrslu hans að gætu sjálfir gert upp hug sinn. „Leitast er við að gera skipulega grein fyrir málum sem reynst hafa flókin og erfið úrlausnar en tengjast EES-aðildinni á einn eða annan hátt. Þetta ætti að auðvelda stjórnmálamönnum og öllum almenningi að vega og meta réttindi, skyldur og ávinning íslensku þjóðarinnar af EES-aðildinni,“ segir formaður nefndarinnar.

Tengd skjöl

Skýrsla starfshóps um EES-samstarfið


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×