EES-samningurinn í 25 ár: Drifkraftur og mikilvægasti samningur Íslandssögunnar Sighvatur Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 18:30 Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkisráðherra þegar EES-samningurinn var undirritaður árið 1992. Hann var staðfestur af þingi og forseta ári síðar og tók gildi 1. janúar 1994. Vísir/Úr safni Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að EES-samningurinn sé sá drifkraftur sem Íslendingar þurfi til að takast á við mikilvæg umhverfisverndarmál. Samingurinn gekk í gildi fyrir 25 árum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur hann vera mikilvægasta viðskiptasamning Íslandssögunnar. EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og þannig aðgang að frjálsu flæði vöru, þjónustu og fjármagns á svæði þar sem búa yfir 500 milljónir manna. Jafnframt tryggir samningurinn borgurum aðildarríkja hans rétt til dvalar, atvinnu og náms hvar sem er innan svæðisins. Í upphafi ársins voru 25 ár liðin frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningurinn, gekk í gildi, 1. janúar 1994. Í dag var haldin málstofa í Háskólanum í Reykjavík um áhrif samningsins á íslenskt samfélag. Málstofan um EES-samninginn var haldin af nýrri Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík í samvinnu við utanríkisráðuneytið og sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi.EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins.Getty/EyesWideOpenDrifkraftur í umhverfismálum Forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir, segir mikið hafa breyst á þeim 25 árum sem eru liðin frá því að EES-samingurinn tók gildi. „Þetta var fremur einfalt, eins og losun frá einni verksmiðju sem þurfti að takast á við. Í dag erum við að takast á við heimsógnir eins og loftslagsbreytingar og plast í hafi. Það getur engin ein þjóð tekist á við þessi stóru vandamál.“Málstofa um 25 ára afmæli EES-samningsins í Háskóla Reykjavíkur í dag.Vísir/SigurjónÍslensk stjórnvöld vandi sig við innleiðingu Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir skondið að á þessum tímamótum sé enn rætt um að segja EES samningnum upp eða endursemja við Evrópusambandið. Samningurinn sé stærsti og mikilvægasti viðskiptasamningur Íslandssögunnar. „Það er enginn áhugi Evrópusambandsmegin á því að semja aftur um EES. Það eru draumórar að halda að það geti gengið.“ Ólafur segir íslensk stjórnvöld geta unnið betur að innleiðingu Evrópureglna. „Að það sé ekki verið að bæta við þær alls konar íþyngjandi ákvæðum sem eru bara heimatilbúningur. Búið til í ráðuneytunum á Íslandi af því að einhverju fólki finnst að það þurfi aðeins að bæta við Evrópureglurnar.“Heilladrjúgur fyrir háskólasamfélagið Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, segir að EES-samningurinn hafi reynst heilladrjúgur fyrir íslenska háskóla. „Núna á íslenskt háskólasamfélag sem hefur tekið stakkaskiptum á aldarfjórðungi í virku samstarfi við nærri 700 háskóla út um alla Evrópu. Íslensku háskólarnir eru gjörbreyttar stofnanir frá því sem þeir voru fyrir 25 árum.“ Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að EES-samningurinn sé sá drifkraftur sem Íslendingar þurfi til að takast á við mikilvæg umhverfisverndarmál. Samingurinn gekk í gildi fyrir 25 árum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur hann vera mikilvægasta viðskiptasamning Íslandssögunnar. EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og þannig aðgang að frjálsu flæði vöru, þjónustu og fjármagns á svæði þar sem búa yfir 500 milljónir manna. Jafnframt tryggir samningurinn borgurum aðildarríkja hans rétt til dvalar, atvinnu og náms hvar sem er innan svæðisins. Í upphafi ársins voru 25 ár liðin frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningurinn, gekk í gildi, 1. janúar 1994. Í dag var haldin málstofa í Háskólanum í Reykjavík um áhrif samningsins á íslenskt samfélag. Málstofan um EES-samninginn var haldin af nýrri Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík í samvinnu við utanríkisráðuneytið og sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi.EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins.Getty/EyesWideOpenDrifkraftur í umhverfismálum Forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir, segir mikið hafa breyst á þeim 25 árum sem eru liðin frá því að EES-samingurinn tók gildi. „Þetta var fremur einfalt, eins og losun frá einni verksmiðju sem þurfti að takast á við. Í dag erum við að takast á við heimsógnir eins og loftslagsbreytingar og plast í hafi. Það getur engin ein þjóð tekist á við þessi stóru vandamál.“Málstofa um 25 ára afmæli EES-samningsins í Háskóla Reykjavíkur í dag.Vísir/SigurjónÍslensk stjórnvöld vandi sig við innleiðingu Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir skondið að á þessum tímamótum sé enn rætt um að segja EES samningnum upp eða endursemja við Evrópusambandið. Samningurinn sé stærsti og mikilvægasti viðskiptasamningur Íslandssögunnar. „Það er enginn áhugi Evrópusambandsmegin á því að semja aftur um EES. Það eru draumórar að halda að það geti gengið.“ Ólafur segir íslensk stjórnvöld geta unnið betur að innleiðingu Evrópureglna. „Að það sé ekki verið að bæta við þær alls konar íþyngjandi ákvæðum sem eru bara heimatilbúningur. Búið til í ráðuneytunum á Íslandi af því að einhverju fólki finnst að það þurfi aðeins að bæta við Evrópureglurnar.“Heilladrjúgur fyrir háskólasamfélagið Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, segir að EES-samningurinn hafi reynst heilladrjúgur fyrir íslenska háskóla. „Núna á íslenskt háskólasamfélag sem hefur tekið stakkaskiptum á aldarfjórðungi í virku samstarfi við nærri 700 háskóla út um alla Evrópu. Íslensku háskólarnir eru gjörbreyttar stofnanir frá því sem þeir voru fyrir 25 árum.“
Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira