Innlent

Hreinsun tefst við Elliðaárvatn

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hússkrifli við Elliðavatn.
Hússkrifli við Elliðavatn. Fréttablaðið/Stefán
Hreinsun á yfirgefnum kofaskriflum og niðurníddum sumarhúsum við sunnanvert Elliðaárvatn mun tefjast. Yfirvöld gripu inn í málið þar sem landeigandinn, þrotabú Vatnsendabóndans Þorsteins Hjaltesteds, brást ekki við kröfum um úrbætur.

„Búið er að hreinsa nokkrar lóðir og fjarlægja af yfirborði. Verkið hefur tafist lítillega þar sem jarðvegur hefur verið blautur og erfitt að koma að tækjum til hreinsunar. Viðbúið er að í einhverjum tilfellum þurfi að bíða með hreinsun þar til frost er komið í jörðu svo hægt sé að koma vinnuvélum að,“ segir heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Íbúar í nágrenninu höfðu lengi kvartað undan ástandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×