Enski boltinn

Rosalegur október framundan hjá Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp og lærisveinar eiga mikið fyrir höndum í október.
Klopp og lærisveinar eiga mikið fyrir höndum í október. vísir/getty
Það verður nóg um að vera hjá Liverpool í október en Evrópumeistararnir spila alls sex leiki í mánuðinum; í þremur keppnum.

Fyrsti leikurinn er strax í kvöld er liðið mætir Red Bull Salzburg í Meistaradeildinni en Liverpool tapaði í 1. umferðinni gegn Napoli á útivelli.

Um komandi helgi mætir Brendan Rodgers svo aftur á sinn gamla heimavöll er Leicester heimsækir Anfield en Leicester verið eitt sprækasta liðið í úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð.







Það er svo stórleikur þann 20. október er Liverpool mætir á Old Trafford og spilar við Manchester United en leikir þessa liða ávallt mikil skemmtun.

Liverpool mætir svo Genk í Meistaradeildinni þremur dögum síðar áður en Liverpool og Tottenham mætast á Anfield 27. október.

Mánuðinum lýkur svo með leik í Carabao-bikarnum gegn Arsenal svo það er alvöru mánuður framundan hjá Jurgen Klopp og lærisveinum hans.

Leikur Liverpool og Red Bull Salzburg hefst klukkan 19.00 í kvöld og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×