Íslenski boltinn

„Virtist oft á tímabili að það væri eitthvað smá agaleysi í Blikunum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Breiðablik lenti í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar en ákváðu hins vegar eftir tímabilið að skipta um þjálfara. Ágúst Gylfason var látinn fara.

Ekki er búið að ráða arftaka Ágústar en Pepsi Max-mörkin gerðu upp tímabilið hjá Blikum og tíð Ágústar í Kópavogi í uppgjörsþætti sínum á laugardagskvöldið.

„Það er margoft búið að ræða það en Ágúst Gylfason getur labbað nokkuð sáttur úr þessu starfi. Hann fer með Blikana tvisvar í annað sætið og tapar bikarúrslitaleik,“ sagði Máni Pétursson og hélt áfram:

„Blikarnir voru mjög ólíkir sjálfum sér, sérstaklega þegar kemur að þessum varnarhlutum og það virtist oft á tímabili að það væri eitthvað smá agaleysi í Blikunum. Ég held að Ágúst hafi skilað ágætis starfi.“

„Maður bjóst við að Blikarnir myndu setja meiri ákefð í fyrsta sætið en þeir geta ekki beint verið óánægðir með þetta. Þeir hafa nú bara unnið tvo titla í karlaflokki. Ég held að þeir geti vel við unað.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Pepsi Max-mörkin: BreiðablikFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.