Enski boltinn

Tierney fannst erfitt að flytja að heiman: „Er enn að læra að elda“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tierney er kominn aftur eftir aðgerð sem hann gekkst undir í sumar.
Tierney er kominn aftur eftir aðgerð sem hann gekkst undir í sumar. vísir/getty
Skoski landsliðsmaðurinn Kieran Tierney segir að það hafi verið viðbrigði fyrir sig að flytja að heiman.

Arsenal keypti hinn 22 ára Tierney frá Celtic fyrir 25 milljónir punda á lokadegi félagaskiptagluggans í ágúst. Og nú í fyrsta sinn býr hann einn.

„Þetta er mikil breyting fyrir mig. Ég er mjög heimakær og hef alltaf búið hjá foreldrum mínum. Núna bý ég í stórri borg í öðru landi,“ sagði Tierney.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég bý einn og það hefur ekki verið frábært. Ég þarf að elda ofan í mig á hverju kvöldi og ég er enn að læra það. En það kemur.“

Tierney segist lifa einföldu lífi og hættir sér sjaldan langt frá heimili sínu.

„Fólkið heima spyr mig hvernig London sé. Ég hef ekki hugmynd því ég hef aldrei farið í miðborgina,“ sagði Tierney.

„Ég æfi, legg hart að mér, fer heim og jafna mig og svo aftur á æfingu. Þetta er ekki flókið líf og allt snýst um fótboltann.“

Tierney er nýkominn aftur á ferðina eftir meiðsli. Hann lék allan leikinn þegar Arsenal vann Standard Liege, 4-0, í Evrópudeildinni í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×