Enski boltinn

Emery skýtur á Özil: Aðrir leikmenn eiga meira skilið að vera í hópnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Özil og Emery á undirbúningstímabilinu.
Özil og Emery á undirbúningstímabilinu. vísir/getty
Unai Emery, stjóri Arsenal, var ekki með Mesut Özil í leikmannahóp liðsins er liðið vann 4-0 sigur á Standard Liege í gærkvöldi.

Özil er launahæsti leikmaður Arsenal en hann hefur ekki verið í náðinni hjá Emery. Hann hefur nú verið utan leikmannahóps Arsenal í síðustu tveimur leikjum.

Hann hefur einungis leikið tvo leiki á tímabilinu og Emery segir að það séu eðlilegar skýringar á því.

„Ég hugsa alltaf hvaða leikmenn henta best í hvern leik og bestu leikmennirnir eru í hópnum hverju sinni og hjálpa okkur,“ sagði Emery í samtali við BT Sport eftir leikinn.





„Þegar ég ákveð að hann sé ekki í leikmannahópnum þá er það vegna þess að einhver annar leikmaður á það meira skilið. Á sunnudaginn er annar leikur og þá munum við ákveða það eftir sömu formúlu.“

„Bestu ellefu leikmennirnir til þess að vinna leikinn á sunnudaginn verða valdir til þess að spila á erfiðum útivelli hjá Bournemouth. Við munum halda áfram að velja á þá vegu og þannig verður það alltaf,“ sagði Emery.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×