Peningalofti hleypt úr fótboltablöðru Benedikt Bóas skrifar 5. október 2019 10:00 Úr leik karlaliðs Víkings í sumar. vísir/bára „Stjórn ÍTF fundar reglulega en við höfum ekki hist í sumar, allur hópurinn sem slíkur. Við ræðum ekkert fjármál einstakra félaga en það er svo sem ekkert nýtt að þetta er erfiður rekstur,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, regnhlífarsamtaka félaga í efstu tveimur deildum karla og kvenna, og framkvæmdastjóri Víkings. Þó að fótboltinn hafi verið flautaður af þetta sumarið og flestir leikmenn séu komnir í frí eru stjórnarmenn og aðrir sjálfboðaliðar á fullu að reyna að skrapa saman fyrir komandi vertíð. Fyrirtækin í landinu eru að gera sínar áætlanir og því er betra að vera inni í þeim. Haraldur segir að blikur séu á lofti enda eru mörg fyrirtæki að draga saman seglin eins og fréttaflutningur undanfarnar vikur sannar. „Það eru stór fyrirtæki í landinu jafnvel að loka á samstarfssamninga við félög. Það er verið að skera niður mjög víða og ég óttast að það eigi eftir að snerta félögin svolítið harkalega,“ segir Haraldur. Séu ársreikningar nokkurra félaga skoðaðir handahófskennt má sjá að reksturinn stendur oft tæpt þar sem hagnaður er eitt árið en tap það næsta. Breiðablik tapaði til dæmis 16 milljónum á síðasta ári en var með 900 þúsund króna hagnað árið þar á undan. Alls greiddi félagið 255 milljónir og 745 þúsundum betur í laun til þjálfara, leikmanna og yfirstjórnar. Fór launaliðurinn upp um hartnær 26 milljónir milli ára. ÍBV, sem féll úr efstu deild, tapaði 10 milljónum á síðasta ári. Þar voru greiddar 80 milljónir í laun og tengd gjöld. Skagamenn skiluðu 47 milljóna króna hagnaði. Líklega má reikna með að salan á Arnóri Sigurðssyni til CSKA Moskvu vegi þar þungt. Tekjurnar voru 253 milljónir en gjöldin voru 205 milljónir en ÍA var í Inkasso-deildinni í fyrra. Þó kemur fram að knattspyrnudeildin skuldar um fimm milljónir.Stjarnan segir í sínum ársreikningi að aðrar rekstrartekjur hafi verið nálægt 300 milljónum en knattspyrnudeildin hagnaðist um 13 milljónir í fyrra miðað við tíu milljóna tap árið á undan. Laun og tengd gjöld telja 223 milljónir. Svona mætti trúlega lengi telja séu ársreikningar allra félaga teknir til skoðunar. Haraldur bendir á að upphæðunum sem er safnað sé yfirleitt safnað af sjálfboðaliðum. Haraldur segir að fjármál einstakra félaga séu ekki rædd meðal ÍTF, þau séu og verði trúlega alltaf svolítið tabú. „Það er trúlega einhvers staðar þannig að það sé ekki verið að borga leikmönnum og öðrum í kring á réttum tíma. Við í Víkingi höfum verið í þeim sporum, þó við séum í miklu betri málum í dag, og ég held að öll félög hafi einhvern tímann kynnst þeirri tilfinningu. Þetta hefur verið og verður trúlega áfram alltaf erfiður rekstur,“ segir Haraldur. Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, ritaði þannig í ársskýrslu félagsins: „Öllum sem koma að rekstri íþróttadeilda hér á landi er ljóst að það er ekki tekið út með sældinni einni að standa í því og er rekstur knattspyrnudeildar FH þar ekki nein undantekning. Það hefur alltaf verðið erfitt að reka fótboltafélag og verður svo áfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira
„Stjórn ÍTF fundar reglulega en við höfum ekki hist í sumar, allur hópurinn sem slíkur. Við ræðum ekkert fjármál einstakra félaga en það er svo sem ekkert nýtt að þetta er erfiður rekstur,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, regnhlífarsamtaka félaga í efstu tveimur deildum karla og kvenna, og framkvæmdastjóri Víkings. Þó að fótboltinn hafi verið flautaður af þetta sumarið og flestir leikmenn séu komnir í frí eru stjórnarmenn og aðrir sjálfboðaliðar á fullu að reyna að skrapa saman fyrir komandi vertíð. Fyrirtækin í landinu eru að gera sínar áætlanir og því er betra að vera inni í þeim. Haraldur segir að blikur séu á lofti enda eru mörg fyrirtæki að draga saman seglin eins og fréttaflutningur undanfarnar vikur sannar. „Það eru stór fyrirtæki í landinu jafnvel að loka á samstarfssamninga við félög. Það er verið að skera niður mjög víða og ég óttast að það eigi eftir að snerta félögin svolítið harkalega,“ segir Haraldur. Séu ársreikningar nokkurra félaga skoðaðir handahófskennt má sjá að reksturinn stendur oft tæpt þar sem hagnaður er eitt árið en tap það næsta. Breiðablik tapaði til dæmis 16 milljónum á síðasta ári en var með 900 þúsund króna hagnað árið þar á undan. Alls greiddi félagið 255 milljónir og 745 þúsundum betur í laun til þjálfara, leikmanna og yfirstjórnar. Fór launaliðurinn upp um hartnær 26 milljónir milli ára. ÍBV, sem féll úr efstu deild, tapaði 10 milljónum á síðasta ári. Þar voru greiddar 80 milljónir í laun og tengd gjöld. Skagamenn skiluðu 47 milljóna króna hagnaði. Líklega má reikna með að salan á Arnóri Sigurðssyni til CSKA Moskvu vegi þar þungt. Tekjurnar voru 253 milljónir en gjöldin voru 205 milljónir en ÍA var í Inkasso-deildinni í fyrra. Þó kemur fram að knattspyrnudeildin skuldar um fimm milljónir.Stjarnan segir í sínum ársreikningi að aðrar rekstrartekjur hafi verið nálægt 300 milljónum en knattspyrnudeildin hagnaðist um 13 milljónir í fyrra miðað við tíu milljóna tap árið á undan. Laun og tengd gjöld telja 223 milljónir. Svona mætti trúlega lengi telja séu ársreikningar allra félaga teknir til skoðunar. Haraldur bendir á að upphæðunum sem er safnað sé yfirleitt safnað af sjálfboðaliðum. Haraldur segir að fjármál einstakra félaga séu ekki rædd meðal ÍTF, þau séu og verði trúlega alltaf svolítið tabú. „Það er trúlega einhvers staðar þannig að það sé ekki verið að borga leikmönnum og öðrum í kring á réttum tíma. Við í Víkingi höfum verið í þeim sporum, þó við séum í miklu betri málum í dag, og ég held að öll félög hafi einhvern tímann kynnst þeirri tilfinningu. Þetta hefur verið og verður trúlega áfram alltaf erfiður rekstur,“ segir Haraldur. Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, ritaði þannig í ársskýrslu félagsins: „Öllum sem koma að rekstri íþróttadeilda hér á landi er ljóst að það er ekki tekið út með sældinni einni að standa í því og er rekstur knattspyrnudeildar FH þar ekki nein undantekning. Það hefur alltaf verðið erfitt að reka fótboltafélag og verður svo áfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti