Íslenski boltinn

Meðallengd sendinga ÍA í Pepsi Max-deildinni var rúmlega 23 metrar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson. vísir/bára
Á dögunum gaf tölfræðiveitan InStat út lokaskýrslu sína fyrir tímabilið í Pepsi Max-deild karla og þar má finna margt áhugavert.

Farið er yfir víðan völl í skýrslunni en InStat er tölfræðiveita sem gerir skýrslu eftir hvern einasta leik í Pepsi Max-deildunum.

Nú þegar tímabilinu er lokið tóku þeir saman eina stóra skýrslu um tímabilið í heild sinni og meðal þeirra sem þeir tóku saman eru meðallengdir sendinga.

Valsmenn voru með flestar heppnaðar sendingar í sumar eða 472 af 566 en meðallengd sendinga þeirra í sumar voru 19,7 metrar.

ÍA er hins vegar með fæstar sendingar heppnaðar eða 273 af þeim 368 sendingum sem þeir reyndu. Sendingarnar ÍA voru að meðaltali 23,2 metrar.

Beinskeittur fótbolti sem skilaði Skagamönnum sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

FH var með styðstu meðallengdina eða 18,7 metrar að meðaltali en Fimleikafélagið endaði í 3. sæti deildarinnar og er komið aftur í Evrópukeppni.

Íslandsmeistarar KR voru í 9. sætinu yfir flestar heppnaðar sendingar og meðallengd sendinga hjá þeim var 20,8 metrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×