Íslenski boltinn

Bryndís Lára og Lára Kristín fara frá Þór/KA

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir vísir/bára

Þór/KA missir tvo sterka leikmenn úr liði sínu, þær Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og Lára Kristín Pedersen munu ekki spila með liðinu í Pepsi Max deild kvenna næsta sumar.

Félagið tilkynnti þetta í dag en í tilkynnignu á heimasíðu félagsins segir að Bryndís Lára hafi tilkynnt stjórninni það í gær að hún myndi nýta uppsagnarákvæði í samningi sínum.

Bryndís Lára varði mark Þórs/KA Íslandsmeistarasumarið 2017 en fór svo í pásu frá fótbolta. Hún sneri aftur fyrir nýliðið sumar, eftir að hafa spilað nokkra leiki vegna forfalla 2018.

Í byrjun október sagði Lára Kristín við Fótbolta.net að hún myndi yfirgefa Þór/KA, en hún ætlar að snúa aftur til höfuðborgarinnar.

Lára Kristín kom til Þórs/KA í upphafi árs og spilaði allar mínútur liðsins í öllum leikjum í sumar. Hún var valin besti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins.

Lára Kristín Pedersen vísir/bára


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.