Enski boltinn

Shaqiri um lítinn spiltíma hjá Liverpool: „Auðvitað er ég óánægður“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Xherdan Shaqiri.
Xherdan Shaqiri. vísir/getty
Xherdan Shaqiri, leikmaður Liverpool, fær ekki að spila mikið hjá toppliði ensku úrvalsdeildarinnar þessar vikurnar enda Liverpool á miklu flugi.

Sá svissneski hefur einungis einu sinni byrjað inn á hjá Liverpool á árinu 2019 og hefur einungis tvisvar komið inn á í leikjum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíðinni

Roberto Firmino, Sadio Mane og Mo Salah hafa hertekið fremstu þrjár stöðurnar og því hefur Shaqiri verið límdur við bekkinn.

„Auðvitað er ég óánægður með að ég spili ekki meira,“ sagði Shaqiri er hann ræddi við svissneskan fjölmiðil.

„Ef þetta eru ekki viðbrögðin hjá atvinnumanni þá er hann að gera eitthvað rangt. Klopp getur ekki rætt persónulega um stöðu hvers og eins leikmann og það er skiljanlegt.“







„Við erum með stóran hóp með mikið af gæðum og margir þurfa að bíða eftir tækifærum sínum. Ég hef aldrei átt í vandræðum með stjórann. Hann veit að ég er tilbúinn.“

Shaqiri gekk í raðir Liverpool frá Stoke árið 2018 en hann segir að hann sjái ekki eftir því að hafa gengið í raðir Evrópumeistaranna eins og Vísir greindi frá í gær.

„Ég væri til í að spila meira. Ég er ánægður í Liverpool. Ég er með ákveðna stöðu í liðinu því ég er einn af reyndari leikmönnunum. Ég er einn af leiðtogunum,“ sagði sá svissneski að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×