Íslenski boltinn

Grótta setti sig í samband við Bjarna sem segist ánægður í KR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarni Guðjónsson er aðstoðarþjálfari KR.
Bjarni Guðjónsson er aðstoðarþjálfari KR. vísir/bára
Grótta, sem tryggði sér sæti í Pepsi Max-deild karla á dögunum, leitar nú að þjálfara eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Breiðabliki.Óskar Hrafn skrifaði undir fjögurra ára samning á laugardaginn við Kópavogsliðið en hann tekur við af Ágústi Gylfasyni.Óskar hafði farið með Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum og leika því Seltirningar í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.Þeir leita nú logandi ljósi að þjálfara og vefsíðan 433 hefur það samkvæmt heimildum að þeir hafi talað við Bjarna Guðjónsson, aðstoðarþjálfara Íslandsmeistara KR.„Ég er sáttur þar sem ég er,“ sagði Bjarni í samtali við 433 en að öðru leyti vildi hann lítið tjá sig um sögusagnirnar.Bjarni hefur reynt fyrir sér í starfi aðalþjálfara en hann þjálfaði bæði Fram og KR með misjöfnum árangri.Síðustu ár hefur hann svo verið aðstoðarþjálfari KR en eins og flestir vita varð KR Íslandsmeistari í Pepsi Max-deild karla.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.