Enski boltinn

Solskjær með slakasta árangur allra þjálfara Man. Utd frá því að Ferguson hætti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það er ljóst að stigin detta ekki að himnum ofan hjá Solskjær og Man. Utd.
Það er ljóst að stigin detta ekki að himnum ofan hjá Solskjær og Man. Utd. vísir/getty
Það hefur ekki gengið sem skyldi hjá Norðmanninum, Ole Gunnar Solskjær, með Manchester United eftir að hann fékk samning hjá félaginu í marsmánuði.

Solskjær hefur verið undir mikill pressu og hún jókst til muna í gær er Man. United tapaði 1-0 fyrir Newcastle í gær. Liðið er tveimur stigum frá fallsæti eftir átta umferðir.

Twitter-síðan Sporf tók í gær saman tölfræði þeirra þjálfara sem hafa verið hjá þeim rauðklæddu í Manchester frá því að Sir Alex Ferguson hætti árið 2013.

Þar kemur í ljós að Solskjær er með versta sigurhlutfallið af þeim fjórum stjórum sem hafa fengið langtíma samning hjá félaginu. Norðmaðurinn hefur einungis stýrt til sigurs í 48% leikja.







Næstslakasti árangurinn var undir stjórn Louis van Gaal eða 52% en David Moyes náði næstbesta árangrinum eða 53%.

Portúgalinn Jose Mourinho náði mestu út úr Manchester United-liðinu en hann vann 58% leikja sem Man. Utd spilaði undir hans stjórn.

Hann fékk hins vegar sparkið í desember 2018 og þá tók Ole Gunnar við. Solskjær er enn við stjórnvölinn en ljóst að pressan á honum er ansi mikil.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×